Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. júlí 2025 15:50 Breiðablik - Valur Besta Deild Karla Vor 2025 Blikar unnu 1-0 sigur á Vestra í Bestu deild karla í fótbolta í dag og komust upp að hlið Víkinga á toppnum með sigrinum. Viktor Karl Einarsson var sjóðheitur með Blikaliðinu í Evrópuleiknum í vikunni og hann fylgdi því eftir með því að skora sigurmarkið í dag. Leikurinn í dag var fyrsti leikur liðanna eftir að félagsskiptaglugginn opnaði á fimmtudaginn. Damir Muminovic kom því inn í lið Blika eftir veru sína á Brúnei í vetur, eftir að loksins hafa fengið leikheimild. Hjá Vestra voru ekki eins jákvæðar fréttir þar sem besti leikmaður þeirra á tímabilinu, Daði Berg Jónsson, var kallaður til baka til Víkings úr láni frá Vestra. Ásamt honum voru Vestramenn án Eiðs Arons Sigurbjarnarsonar og Jeppe Pedersen vegna leikbanna í dag. Blikar voru einnig án leikmanna vegna leikbanna. Valgeir Valgeirsson, Ásgeir Helgi Orrason og Arnór Gauti Jónsson allir í leikbanni. Eftir ágætar fyrstu tíu mínútur hjá gestunum þá skoruðu heimamenn skyndilega. Fyrir þó nokkra röð tilviljana þá var Viktor Karl kominn einn í gegn. Viktor Karl kláraði færið örugglega fram hjá Guy Smit og staðan orðin 1-0. Eftir markið þá leið Blikum afskaplega vel. Þeir héldu boltanum vel og þegar Vestramenn voru með boltann þá voru þeir þéttir og unnu boltann yfirleitt hratt aftur. Vestri fékk þó dauðafæri eftir rúmlega hálftíma leik. Fatai slapp þá skyndilega í gegnum vörn heimamanna. Hann hitti þó boltann afar illa í færinu og fór skotið fram hjá. Fram að hálfleik fengu Blikar nokkur hálffæri ásamt því að Tobias Thomsen átti hjólhestaspyrnu í stöngina. Náðu þeir þó ekki að koma boltanum í netið og því eins marks munur í hálfleik. Tobias Thomsen átti aftur stangarskot snemma í síðari hálfleik. Tók hann þá aukaspyrnu af um 25 metrum beint í varnarvegginn. Hann fékk frákastið af veggnum og þrumaði honum í utanverða stöngina. Eftir þetta var leikurinn afskaplega rólegur og ekki mikið um færi. Það var ekki fyrr en á 78. mínútu að varamaðurinn Aron Bjarnason slapp einn inn fyrir vörn Vestra, en skot hans beint á Guy Smit. Fjaraði leikurinn svo út án þess að nokkurt markvert gerðist. Atvik leiksins Í 1-0 sigri verður atvikið að vera mark leiksins. Fyrsta færi Blika í leiknum sem varð að lokum það dýrmætasta þar sem gott skot Viktors Karls tryggði þrjú stigin í dag. Stjörnur og skúrkar Viktor Karl var flottur á miðjunni hjá heimamönnum ásamt því að skora markið. Anton Logi Lúðvíksson var svo afskaplega góður í bakverðinum hjá Blikum. Braut niður allar þær sóknir sem dundu á honum og sló taktinn inn á miðjunni þegar hann færði sig þangað í sóknaruppspili Blika. Sóknarleikur Vestra var ekki nægilega góður. Liðið fékk tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik en síðan ekki söguna meir. Manni fannst liðið aldrei líklegt til þess að skora í síðari hálfleik. Var þetta fimmti leikurinn í röð sem liðinu tekst ekki að skora. Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi þennan leik nokkuð vel, lét hann fljóta vel. Hann var þó kannski full spjaldaglaður í fyrri hálfleik, en fimm gul spjöld fóru á loft þá. Stemning og umgjörð Samkvæmt vef Umhverfis- og orkustofnunar voru loftgæði í Smáranum á meðan leik stóð „Sæmileg“ vegna gosmóðu. 619 manns létu það þó ekki stoppa sig og mættu á völlinn. Hilmar Jökull stýrði svo stemningunni í stúkunni sem aðalmaðurinn í stuðningsmannasveit heimamanna. Breiðablik Vestri Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn
Blikar unnu 1-0 sigur á Vestra í Bestu deild karla í fótbolta í dag og komust upp að hlið Víkinga á toppnum með sigrinum. Viktor Karl Einarsson var sjóðheitur með Blikaliðinu í Evrópuleiknum í vikunni og hann fylgdi því eftir með því að skora sigurmarkið í dag. Leikurinn í dag var fyrsti leikur liðanna eftir að félagsskiptaglugginn opnaði á fimmtudaginn. Damir Muminovic kom því inn í lið Blika eftir veru sína á Brúnei í vetur, eftir að loksins hafa fengið leikheimild. Hjá Vestra voru ekki eins jákvæðar fréttir þar sem besti leikmaður þeirra á tímabilinu, Daði Berg Jónsson, var kallaður til baka til Víkings úr láni frá Vestra. Ásamt honum voru Vestramenn án Eiðs Arons Sigurbjarnarsonar og Jeppe Pedersen vegna leikbanna í dag. Blikar voru einnig án leikmanna vegna leikbanna. Valgeir Valgeirsson, Ásgeir Helgi Orrason og Arnór Gauti Jónsson allir í leikbanni. Eftir ágætar fyrstu tíu mínútur hjá gestunum þá skoruðu heimamenn skyndilega. Fyrir þó nokkra röð tilviljana þá var Viktor Karl kominn einn í gegn. Viktor Karl kláraði færið örugglega fram hjá Guy Smit og staðan orðin 1-0. Eftir markið þá leið Blikum afskaplega vel. Þeir héldu boltanum vel og þegar Vestramenn voru með boltann þá voru þeir þéttir og unnu boltann yfirleitt hratt aftur. Vestri fékk þó dauðafæri eftir rúmlega hálftíma leik. Fatai slapp þá skyndilega í gegnum vörn heimamanna. Hann hitti þó boltann afar illa í færinu og fór skotið fram hjá. Fram að hálfleik fengu Blikar nokkur hálffæri ásamt því að Tobias Thomsen átti hjólhestaspyrnu í stöngina. Náðu þeir þó ekki að koma boltanum í netið og því eins marks munur í hálfleik. Tobias Thomsen átti aftur stangarskot snemma í síðari hálfleik. Tók hann þá aukaspyrnu af um 25 metrum beint í varnarvegginn. Hann fékk frákastið af veggnum og þrumaði honum í utanverða stöngina. Eftir þetta var leikurinn afskaplega rólegur og ekki mikið um færi. Það var ekki fyrr en á 78. mínútu að varamaðurinn Aron Bjarnason slapp einn inn fyrir vörn Vestra, en skot hans beint á Guy Smit. Fjaraði leikurinn svo út án þess að nokkurt markvert gerðist. Atvik leiksins Í 1-0 sigri verður atvikið að vera mark leiksins. Fyrsta færi Blika í leiknum sem varð að lokum það dýrmætasta þar sem gott skot Viktors Karls tryggði þrjú stigin í dag. Stjörnur og skúrkar Viktor Karl var flottur á miðjunni hjá heimamönnum ásamt því að skora markið. Anton Logi Lúðvíksson var svo afskaplega góður í bakverðinum hjá Blikum. Braut niður allar þær sóknir sem dundu á honum og sló taktinn inn á miðjunni þegar hann færði sig þangað í sóknaruppspili Blika. Sóknarleikur Vestra var ekki nægilega góður. Liðið fékk tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik en síðan ekki söguna meir. Manni fannst liðið aldrei líklegt til þess að skora í síðari hálfleik. Var þetta fimmti leikurinn í röð sem liðinu tekst ekki að skora. Dómarar Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi þennan leik nokkuð vel, lét hann fljóta vel. Hann var þó kannski full spjaldaglaður í fyrri hálfleik, en fimm gul spjöld fóru á loft þá. Stemning og umgjörð Samkvæmt vef Umhverfis- og orkustofnunar voru loftgæði í Smáranum á meðan leik stóð „Sæmileg“ vegna gosmóðu. 619 manns létu það þó ekki stoppa sig og mættu á völlinn. Hilmar Jökull stýrði svo stemningunni í stúkunni sem aðalmaðurinn í stuðningsmannasveit heimamanna.