Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2025 17:55 Hallgrímur Mar skoraði annað marka KA sem fer af fallsvæðinu með mikilvægum sigri. Vísir/Ernir Eyjólfsson KA vann 2-0 sigur á ÍA á Greifavellinum á Akureyri í Bestu deild karla. Með sigrinum fer KA af fallsvæðinu en skilur Skagamenn eftir á botni deildarinnar. Leikur dagsins var gríðarmikilvægur fyrir bæði lið enda jöfn á botni deildarinnar og ljóst að sigurliðið færi af fallsvæðinu. Heimamenn byrjuðu betur. Hallgrímur Mar Steingrímsson sprengdi vörn Skagamanna upp með stórglæsilegri viðstöðulausri sendingu á Ingimar Stöle sem kom boltanum til Færeyingsins Jóan Símun Edmundsson og sá átti auðvelt með að koma boltanum yfir línuna af stuttu færi. Staðan 1-0 eftir sextán mínútna leik. Fátt var um færi eftir það. Leikurinn einkenndist af stöðubaráttu og færin létu á sér standa þrátt fyrir ágætis sóknarstöður hér og þar. Töluverður hiti var í leiknum og mátti heyra glyminn í rifrildi þjálfaranna tveggja undir lok hálfleiksins. Síðari hálfleikur svipaði til þess fyrri. Liðin sköpuðu sér einhverjar sóknarstöður en barningurinn var meira áberandi en færin. Birnir Snær Ingason kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir Norðanmenn og fékk ágætis færi skömmu eftir að hann kom inn af bekknum. Honum tókst þó ekki að setja mark sitt á leikinn. Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði út um vonir Skagamanna um jöfnunarmark þegar hann innsiglaði 2-0 sigur KA á 84. mínútu. Varnarleikur Skagamanna í marki KA-manna virtist heldur áhugalítill. KA vann 2-0 og fer af fallsvæðinu í tíunda sæti með 18 stig, en FH og ÍBV eru þar fyrir ofan með sama stigafjölda. ÍA er áfram á botninum með 15 stig og KR færist niður í hitt fallsætið, með 16 stig. Besta deild karla KA ÍA Íslenski boltinn Fótbolti
KA vann 2-0 sigur á ÍA á Greifavellinum á Akureyri í Bestu deild karla. Með sigrinum fer KA af fallsvæðinu en skilur Skagamenn eftir á botni deildarinnar. Leikur dagsins var gríðarmikilvægur fyrir bæði lið enda jöfn á botni deildarinnar og ljóst að sigurliðið færi af fallsvæðinu. Heimamenn byrjuðu betur. Hallgrímur Mar Steingrímsson sprengdi vörn Skagamanna upp með stórglæsilegri viðstöðulausri sendingu á Ingimar Stöle sem kom boltanum til Færeyingsins Jóan Símun Edmundsson og sá átti auðvelt með að koma boltanum yfir línuna af stuttu færi. Staðan 1-0 eftir sextán mínútna leik. Fátt var um færi eftir það. Leikurinn einkenndist af stöðubaráttu og færin létu á sér standa þrátt fyrir ágætis sóknarstöður hér og þar. Töluverður hiti var í leiknum og mátti heyra glyminn í rifrildi þjálfaranna tveggja undir lok hálfleiksins. Síðari hálfleikur svipaði til þess fyrri. Liðin sköpuðu sér einhverjar sóknarstöður en barningurinn var meira áberandi en færin. Birnir Snær Ingason kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir Norðanmenn og fékk ágætis færi skömmu eftir að hann kom inn af bekknum. Honum tókst þó ekki að setja mark sitt á leikinn. Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði út um vonir Skagamanna um jöfnunarmark þegar hann innsiglaði 2-0 sigur KA á 84. mínútu. Varnarleikur Skagamanna í marki KA-manna virtist heldur áhugalítill. KA vann 2-0 og fer af fallsvæðinu í tíunda sæti með 18 stig, en FH og ÍBV eru þar fyrir ofan með sama stigafjölda. ÍA er áfram á botninum með 15 stig og KR færist niður í hitt fallsætið, með 16 stig.