Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júlí 2025 18:25 Ann-Katrin Berger reyndist hetja Þjóðverja. Sathire Kelpa/Eurasia Sport Images/Getty Images Þýskaland er á leið í undanúrslit Evrópumóts kvenna eftir sigur gegn Frökkum í átta liða úrslitum í kvöld. Þjóðverjar léku stærstan hluta leiksins manni færri, en leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á 13. mínútu dró til tíðinda. Kathrin-Julia Hendrich nældi sér þá í beint rautt spjald fyrir að toga í hár andstæðings innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Þjóðverjar þurftu því að leika síðustu tæplega 80 mínúturnar manni færri. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Þjóðverja skoraði Grace Geyoro úr spyrnunni og Frakkar því komnir með forystu. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Þjóðverjum að jafna metin. Sjoeke Nüsken kom boltanum í netið á 26. mínútu og allt orðið jafnt á ný. Þrátt fyrir markalaysi það sem eftir lifði leiks var nóg um að vera. Frakkar skoruðu tvö mörk sem dæmd voru af og Þjóðverjar fengu vítaspyrnu sem Sjoeke Nüsken lét verja frá sér. Staðan var því enn 1-1 þegar venjulegum leiktíma lauk og leikurinn fór því í framlengingu. Ekki tókst liðunum að finna sigurmark í framlengingunni og því var ekkert annað í stöðunni en að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Þjóðverjar skoruðu úr sinni fyrstu spyrnu, en Amel Majri lét verja frá sér fyrstu spyrnu Frakka. Bæði lið skoruðu svo úr næstu tveimur spyrnum áður en Sara Däbritz setti sína í slána og yfir. Ann-Katrin Berger, markvörður þýska liðsins, skoraði úr fimmtu spyrnu Þjóðverja og Oriane Jean-Francois skoraði fyrir Frakka og vítaspyrnukeppnin fór því í bráðabana. Það var svo ekki fyrr en að bæði lið voru búin að taka sjö spyrnur að úrslitin réðust. Sjoeke Nüsken skoraði úr sjöundu spyrnu Þjóðverja áður en Ann-Katrin Berger varði frá Alice Sombath og tryggði þýska liðinu sæti í undanúrslitum. Þjóðverjar eru því á leið í undanúrslit þar sem liðið mætir Spánverjum, en Frakkar eru á heimleið. EM 2025 í Sviss
Þýskaland er á leið í undanúrslit Evrópumóts kvenna eftir sigur gegn Frökkum í átta liða úrslitum í kvöld. Þjóðverjar léku stærstan hluta leiksins manni færri, en leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á 13. mínútu dró til tíðinda. Kathrin-Julia Hendrich nældi sér þá í beint rautt spjald fyrir að toga í hár andstæðings innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Þjóðverjar þurftu því að leika síðustu tæplega 80 mínúturnar manni færri. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Þjóðverja skoraði Grace Geyoro úr spyrnunni og Frakkar því komnir með forystu. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Þjóðverjum að jafna metin. Sjoeke Nüsken kom boltanum í netið á 26. mínútu og allt orðið jafnt á ný. Þrátt fyrir markalaysi það sem eftir lifði leiks var nóg um að vera. Frakkar skoruðu tvö mörk sem dæmd voru af og Þjóðverjar fengu vítaspyrnu sem Sjoeke Nüsken lét verja frá sér. Staðan var því enn 1-1 þegar venjulegum leiktíma lauk og leikurinn fór því í framlengingu. Ekki tókst liðunum að finna sigurmark í framlengingunni og því var ekkert annað í stöðunni en að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Þjóðverjar skoruðu úr sinni fyrstu spyrnu, en Amel Majri lét verja frá sér fyrstu spyrnu Frakka. Bæði lið skoruðu svo úr næstu tveimur spyrnum áður en Sara Däbritz setti sína í slána og yfir. Ann-Katrin Berger, markvörður þýska liðsins, skoraði úr fimmtu spyrnu Þjóðverja og Oriane Jean-Francois skoraði fyrir Frakka og vítaspyrnukeppnin fór því í bráðabana. Það var svo ekki fyrr en að bæði lið voru búin að taka sjö spyrnur að úrslitin réðust. Sjoeke Nüsken skoraði úr sjöundu spyrnu Þjóðverja áður en Ann-Katrin Berger varði frá Alice Sombath og tryggði þýska liðinu sæti í undanúrslitum. Þjóðverjar eru því á leið í undanúrslit þar sem liðið mætir Spánverjum, en Frakkar eru á heimleið.