Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. desember 2025 11:13 Halla Tómasdóttir hreifst af kjólum Anítu og hefur verið dugleg að klæðast þeim undanfarin misseri. Óvænt skilaboð á Facebook frá Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, mörkuðu upphaf að samstarfi sem átti eftir að breyta miklu fyrir íslenska fatahönnuðinn Anítu Hirlekar. Halla heillaðist af hönnuninni og hefur sést í hverjum kjólnum á eftir öðrum frá merkinu undanfarið. Aníta segir Höllu hafa haft mikil áhrif og að sýnileiki vörumerkisins hafi í kjölfarið aukist, bæði hér heima sem og erlendis. Aníta Hirlekar sagði frá viðskiptasambandi sínu við Höllu Tómasdóttur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Vörumerki sem er í umsjón Margrétar Bjarkar Jónsdóttur. Þar lýsir Aníta því þegar hún fékk einn daginn óvænt skilaboð á Messenger frá Höllu, sem þá var nýtekin við embætti. Langaði í kjól en gat ekki valið „Þetta var svolítið sérstakt. Hún sagðist hafa heyrt um mig og fyndist það sem ég var að gera ótrúlega fallegt. Hana langaði í kjól en gat ekki valið,“ segir Aníta í þættinum. Aníta segist hafa svarað Höllu og sent henni myndir af mismunandi kjólum. Úr varð virkt samtal þeirra á millum sem einkenndist af óformlegum skilaboðum og spjalli. Vólódímír Selenskí, Volodomyr Zelenskyy hittir Höllu Tómasdóttir forseta á Bessastöðum „Þetta var svolítið svona í búðinni, „Já hérna, bíddu aðeins, ég er að skrifa skilaboð til Höllu.“ Svona er Ísland,“ segir Aníta. Úr varð að Halla pantaði nokkra kjóla sem Aníta pakkaði inn, og skömmu síðar mætti Björn Skúlason, eiginmaður Höllu, í verslunina til að sækja þá. Síðan þá hefur Halla ítrekað sést í fatnaði frá Anítu, þar á meðal þegar hún fundaði með Volodímír Selenskí Úkraínuforseta á síðasta ári og nú síðast þegar hún tók á móti George R.R. Martin, höfundi Game of Thrones á Bessastöðum á dögunum. Báðar í kjól frá Anítu með Selenskí Aníta segist hafa kynnt sér vel stíl Höllu og hún veiti forsetanum nú reglulega ráðgjöf varðandi fataval, sérstaklega þegar Halla er á leið á viðburði erlendis. Stuðningur forsetans við íslenska hönnun hafi opnað nýjar dyr fyrir vörumerkið. „Ég hef fengið skilaboð frá erlendum konum sem hafa verið að tala við Höllu og hrósa henni fyrir í hverju hún er. Hún hefur sagt þeim frá mér, að ég sé íslenskur hönnuður,“ segir Aníta. Katrín Jakobsdóttir klæddist kjól eftir Anítu í Pallborðinu á Vísi fyrir forsetakosningarnar síðustu.Vísir/vilhelm Hún hafi fengið skilaboð, hrós og pantanir að utan vegna þessa. Íslenskar konur hafi einnig byrjað að taka betur eftir merkinu þegar Halla fór að klæðast fatnaði frá henni. „Ég myndi ekki segja að þetta væri beint auglýsing, meira viðurkenning. Þetta opnaði fyrir rosalega stóran hóp sem var allt í einu: „Heyrðu, hún er í þessu, ég get farið þangað.“ Þær eru samt ekkert endilega að kaupa sama kjólinn, alls ekki.“ Fleiri áhrifakonur hafa hrifist af fatnaði Anítu, meðal annars Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sem líkt og Halla klæddist kjól frá Anítu fyrir fund með Selenskí. Aníta ræðir einnig tískuheiminn á þættinum, ræðir mál á borð við hugmyndaþjófnað og harða samkeppni innan hönnunarbransans. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan: Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu sambandi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Halla heillaðist af hönnuninni og hefur sést í hverjum kjólnum á eftir öðrum frá merkinu undanfarið. Aníta segir Höllu hafa haft mikil áhrif og að sýnileiki vörumerkisins hafi í kjölfarið aukist, bæði hér heima sem og erlendis. Aníta Hirlekar sagði frá viðskiptasambandi sínu við Höllu Tómasdóttur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Vörumerki sem er í umsjón Margrétar Bjarkar Jónsdóttur. Þar lýsir Aníta því þegar hún fékk einn daginn óvænt skilaboð á Messenger frá Höllu, sem þá var nýtekin við embætti. Langaði í kjól en gat ekki valið „Þetta var svolítið sérstakt. Hún sagðist hafa heyrt um mig og fyndist það sem ég var að gera ótrúlega fallegt. Hana langaði í kjól en gat ekki valið,“ segir Aníta í þættinum. Aníta segist hafa svarað Höllu og sent henni myndir af mismunandi kjólum. Úr varð virkt samtal þeirra á millum sem einkenndist af óformlegum skilaboðum og spjalli. Vólódímír Selenskí, Volodomyr Zelenskyy hittir Höllu Tómasdóttir forseta á Bessastöðum „Þetta var svolítið svona í búðinni, „Já hérna, bíddu aðeins, ég er að skrifa skilaboð til Höllu.“ Svona er Ísland,“ segir Aníta. Úr varð að Halla pantaði nokkra kjóla sem Aníta pakkaði inn, og skömmu síðar mætti Björn Skúlason, eiginmaður Höllu, í verslunina til að sækja þá. Síðan þá hefur Halla ítrekað sést í fatnaði frá Anítu, þar á meðal þegar hún fundaði með Volodímír Selenskí Úkraínuforseta á síðasta ári og nú síðast þegar hún tók á móti George R.R. Martin, höfundi Game of Thrones á Bessastöðum á dögunum. Báðar í kjól frá Anítu með Selenskí Aníta segist hafa kynnt sér vel stíl Höllu og hún veiti forsetanum nú reglulega ráðgjöf varðandi fataval, sérstaklega þegar Halla er á leið á viðburði erlendis. Stuðningur forsetans við íslenska hönnun hafi opnað nýjar dyr fyrir vörumerkið. „Ég hef fengið skilaboð frá erlendum konum sem hafa verið að tala við Höllu og hrósa henni fyrir í hverju hún er. Hún hefur sagt þeim frá mér, að ég sé íslenskur hönnuður,“ segir Aníta. Katrín Jakobsdóttir klæddist kjól eftir Anítu í Pallborðinu á Vísi fyrir forsetakosningarnar síðustu.Vísir/vilhelm Hún hafi fengið skilaboð, hrós og pantanir að utan vegna þessa. Íslenskar konur hafi einnig byrjað að taka betur eftir merkinu þegar Halla fór að klæðast fatnaði frá henni. „Ég myndi ekki segja að þetta væri beint auglýsing, meira viðurkenning. Þetta opnaði fyrir rosalega stóran hóp sem var allt í einu: „Heyrðu, hún er í þessu, ég get farið þangað.“ Þær eru samt ekkert endilega að kaupa sama kjólinn, alls ekki.“ Fleiri áhrifakonur hafa hrifist af fatnaði Anítu, meðal annars Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sem líkt og Halla klæddist kjól frá Anítu fyrir fund með Selenskí. Aníta ræðir einnig tískuheiminn á þættinum, ræðir mál á borð við hugmyndaþjófnað og harða samkeppni innan hönnunarbransans. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan:
Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu sambandi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira