Gene Hackman fannst látinn ásamt eiginkonu sinni
Bandaríski leikarinn Gene Hackman og eiginkona hans, píanóleikarinn Betsy Arakawa, höfðu verið látin í einhvern tíma þegar þau fundust í gær. Þau reyndust vera í sitthvoru herberginu á heimili sínu í Nýju-Mexíkó, en samkvæmt leitarheimild lögreglunnar fannst Arakawa inni á baðherergi og Hackman annars staðar.