Vegriðið stakkst í gegnum bílinn

Litlu munaði að illa færi þegar ökumaður jeppa missti stjórn á honum í morgun á Goðatorgi í Hafnarfirði. Bifreiðin hafnaði á vegriði sem stakkst inn í bílinn og fór í gegnum framenda bílsins og alla leið inn í farþegarýmið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Að sögn lögreglu virðist ökumaðurinn hafa sloppið ómeiddur úr árekstrinum.

3135
00:34

Vinsælt í flokknum Fréttir