Nokkrir yfirheyrðir 26. nóvember 2004 00:01 Lögreglan hefur yfirheyrt nokkra karlmenn vegna barnsránsins í Kópavogi í fyrrakvöld. Hugsanlegt er að sá sem ginnti stúlkuna upp í bíl sinn hafi verið á rauðum fernra dyra Lexus. Lögreglunni í Kópavogi hafa borist fjölmargar vísbendingar sem unnið er eftir, en þeir sem telja sig geta veitt einhverjar upplýsingar um málið geta hringt í númerið 560-3041. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafa nokkrir menn verið kallaðir til yfirheyrslu eða viðtals, en allir höfðu þeir fjarvistasönnun og því ekki taldir tengjast því að níu ára stúlka var tæld upp í bíl hjá karlmanni á hringtorginu á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku í Kópavogi í fyrradag. Maður taldi stúlkunni trú um að hann væri lögreglumaður og að slys hefði orðið í fjölskyldunni. Hann ók síðan með hana upp á Mosfellsheiði. Þar festi hann bílinn, sagði stúlkunni að fara út eftir því sem lögregla segir og ók síðan af stað. Hátt í tveimur klukkustundum síðar ók ökumaður fram á stúlkuna blauta og kalda við Skálafellsafleggjarann. Stúlkan hefur gefið lýsingu á manninum og samkvæmt henni er hann um tvítugt, sköllóttur með svört plastgleraugu og skeggtopp við neðri vörina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi segir stúlkan manninn hafa verið á rauðum fólksbíl. Hún mun hafa bent á mynd af rauðum fernra dyra Lexus með skotti og sagt að hann líktist mjög bíl mannsins. Eftir að stúlkan yfirgaf bílinn ók maðurinn til Reykjavíkur á ný. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Lögreglan hefur yfirheyrt nokkra karlmenn vegna barnsránsins í Kópavogi í fyrrakvöld. Hugsanlegt er að sá sem ginnti stúlkuna upp í bíl sinn hafi verið á rauðum fernra dyra Lexus. Lögreglunni í Kópavogi hafa borist fjölmargar vísbendingar sem unnið er eftir, en þeir sem telja sig geta veitt einhverjar upplýsingar um málið geta hringt í númerið 560-3041. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafa nokkrir menn verið kallaðir til yfirheyrslu eða viðtals, en allir höfðu þeir fjarvistasönnun og því ekki taldir tengjast því að níu ára stúlka var tæld upp í bíl hjá karlmanni á hringtorginu á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku í Kópavogi í fyrradag. Maður taldi stúlkunni trú um að hann væri lögreglumaður og að slys hefði orðið í fjölskyldunni. Hann ók síðan með hana upp á Mosfellsheiði. Þar festi hann bílinn, sagði stúlkunni að fara út eftir því sem lögregla segir og ók síðan af stað. Hátt í tveimur klukkustundum síðar ók ökumaður fram á stúlkuna blauta og kalda við Skálafellsafleggjarann. Stúlkan hefur gefið lýsingu á manninum og samkvæmt henni er hann um tvítugt, sköllóttur með svört plastgleraugu og skeggtopp við neðri vörina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi segir stúlkan manninn hafa verið á rauðum fólksbíl. Hún mun hafa bent á mynd af rauðum fernra dyra Lexus með skotti og sagt að hann líktist mjög bíl mannsins. Eftir að stúlkan yfirgaf bílinn ók maðurinn til Reykjavíkur á ný.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira