Skarphéðinn til Sagafilm Sagafilm hefur ráðið Skarphéðinn Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, sem framkvæmdastjóra Sagafilm á Íslandi. Skarphéðinn tekur við starfinu af Þór Tjörva Þórssyni. Skarphéðinn mun hefja störf snemma sumars. Viðskipti innlent 11.3.2025 12:56
Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, verður sjálfkjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins komandi föstudag. Fimm framboð bárust um fimm laus stjórnarsæti. Viðskipti innlent 10.3.2025 15:04
Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, hefur verið skipuð formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu næstu fjögur árin. Lögmennirnir Flosi Hrafn Sigurðsson og Kristín Edwald lögmaður verða með Margréti í nefndinni. Innlent 10.3.2025 14:50
Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Fimmtíu og fjórir sóttu um starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, en tólf drógu umsókn sína til baka. Umsóknarfrestur var til 17. febrúar 2025. Eiríkur Björn Björgvinsson, þingmaður Viðreisnar, er í fimm ára leyfi frá starfinu. Innlent 4. mars 2025 15:47
Helga Rósa nýr formaður Fíh Helga Rósa Másdóttir hefur verið kjörin formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með 63,85 prósent atkvæða. Atkvæðagreiðsla hófst föstudaginn 28. febrúar og lauk í hádeginu í dag. Innlent 4. mars 2025 15:32
Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Gunnar B. Sigurgeirsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Örnu ehf. Gunnar tekur við starfinu af Hálfdáni Óskarssyni, stofnanda félagsins, sem lætur nú af starfi framkvæmdastjóra að eigin ósk. Viðskipti innlent 4. mars 2025 13:23
Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Gert er ráð fyrir að stöðugildum hjá Stjórnarráðinu fækki um 7,8 og 362 milljónir sparist þegar breytt skipan ráðuneyta tekur gildi síðar í mánuðinum. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins sem lagt verður niður færist til í starfi og verður verkefnastjóri áhersluverkefna. Húsnæði undir ráðuneytið verður á leigu til 2027. Innlent 4. mars 2025 11:45
Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Gísli Ragnar Guðmundsson hefur gengið til liðs við ráðgjafarsvið KPMG í stafrænni ráðgjöf, með áherslu á gervigreind. Hann hefur starfað við tækniþróun og innleiðingu á stafrænum verkefnum síðan 2015, bæði hérlendis og erlendis. Viðskipti innlent 4. mars 2025 08:36
Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Eftir hálft ár í fríi frá fjölmiðlum, en Helgi Seljan hætti á Heimildinni fyrir fáeinum mánuðum, er hann við að hefja störf á RÚV - aftur. Innlent 3. mars 2025 14:14
Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Sigtryggur Magnason hefur verið ráðinn til auglýsingastofunnar Peel. Sigtryggur hefur síðustu ár starfað sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar í þremur ráðuneytum: Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og nú síðast í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Viðskipti innlent 3. mars 2025 12:20
Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, var kjörin formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar í gær. Innlent 2. mars 2025 14:34
Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku hættir störfum hjá bankanum Forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Kviku síðustu ár hefur látið af störfum en ráðgjöfin hjá bankanum er meðal annars innlendur umsjónaraðili í áformuðu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka síðar á árinu. Innherji 28. febrúar 2025 18:22
Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Ívar Jónsson Arndal forstjóri ÁTVR sækist ekki eftir endurráðningu og lætur af störfum þann 1. september. Hann hefur verið forstjóri í tuttugu ár og starfað hjá stofnuninni frá 1990. Ívar verður 67 ára í maí. Viðskipti innlent 27. febrúar 2025 17:13
María Heimisdóttir skipuð landlæknir María Heimisdóttir fyrrverandi forstjóri Sjúkratrygginga hefur verið skipuð í embætti landlæknis til næstu fimm ára. Hæfnisnefnd segir Maríu hafa afburða leiðtogahæfni og farsæla reynslu af stjórnun. Innlent 27. febrúar 2025 16:35
Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Jakob Tryggvason er nýr formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann hlaut tæp 73 prósent greiddra atkvæða á aukaþingi RSÍ en Ágúst Hilmarsson hlaut rúm 25 prósent atkvæða. Innlent 27. febrúar 2025 14:56
Hildur ráðin forstjóri Advania Hildur Einarsdóttir er nýr forstjóri Advania á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Ægi Má Þórissyni, sem gegnt hefur starfinu í tæp tíu ár en tekur nú við lykilhlutverki í framkvæmdastjórn Advania-samstæðunnar. Viðskipti innlent 26. febrúar 2025 09:20
Skipti í brúnni hjá Indó Tryggvi Björn Davíðsson er nýr framkvæmdastjóri sparisjóðsins Indó. Hann er annar stofnenda Indó. Hinn stofnandinn, Haukur Skúlason, lætur af starfi framkvæmdastjóra en mun taka að sér ráðgjafastörf fyrir stjórn fyrirtækisins. Viðskipti innlent 25. febrúar 2025 15:22
Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Smári Rúnar Þorvaldsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Eðalfangs. Eðalfang er íslenskt eignarhaldsfélag sem rekur fyrirtæki í matvælaiðnaði, einkum tengd sjávarafurðum. Félagið á meðal annars Eðalfisk og Norðanfisk, sem sérhæfa sig í vinnslu og dreifingu sjávarafurða, sérstaklega laxaafurða. Viðskipti innlent 25. febrúar 2025 13:35
Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðar Engilbertsson hefur verið ráðinn sem sölustjóri Wisefish. Hann mun stýra sölustarfi félagsins og styðja við áframhaldandi sókn þess á bæði innlenda og erlenda markaði. Viðskipti innlent 25. febrúar 2025 08:23
Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Gunnar Sverrir Gunnarsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra COWI á Íslandi. Hann hefur starfað sem staðgengill framkvæmdastjóra síðastliðna þrjá mánuði. Viðskipti innlent 25. febrúar 2025 07:08
Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical André Rocha hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical, móðurfélags Össurar og fleiri leiðandi félaga á alþjóða heilbrigðistæknimarkaðnum. Viðskipti innlent 24. febrúar 2025 10:58
Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Auðunn Þór Sólberg Björgvinsson hefur tekið við stöðu viðskiptastjóra hjá Reitum og mun sinna fjölbreyttum verkefnum sem styðja við stefnu og markmið félagsins, meðal annars um framúrskarandi rekstur og bætta upplifun viðskiptavina. Auðunn mun sinna tilboðs- og leigusamningargerð við nýja og núverandi leigutaka, og að viðhalda og styrkja viðskiptasambönd félagsins. Viðskipti innlent 24. febrúar 2025 09:50
Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Elín Hjálmsdóttir hefur verið ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu. Viðskipti innlent 24. febrúar 2025 08:58
Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Fjórmenningarnir Elín Rósa Sigurðardóttir, Jónas G. Allansson, María Mjöll Jónsdóttir og Ragnar G. Kristjánsson hafa verið skipuð í embætti sendiherra, en án staðarákvörðunar. Innlent 21. febrúar 2025 16:52