Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Viss um að ég myndi skora einn daginn“

    „Þetta var mjög góð tilfinning, á vellinum með stuðningsfólkið allt í kring. Ég var mjög ánægður og er það enn,“ sagði glaður Florian Wirtz eftir að hafa loksins skorað sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni, fyrir Liverpool, í 2-1 sigrinum gegn Wolves í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Andri Lucas frá í mánuð

    Andri Lucas Guðjohnsen, framherji Blackburn Rovers og íslenska landsliðsins í fótbolta, verður frá í um mánuð eftir að hafa farið meiddur af velli í sigri á Millwall rétt fyrir jól.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Við eigum heima í Evrópu“

    Hinn ungi Ayden Heaven átti mjög góðan leik í miðri vörn Manchester United í 1-0 sigri á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og var aðalmaðurinn á bak við það að liðið hélt hreinu aðeins í annað skiptið á leiktíðinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Al­fons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft

    Alfons Sampsted spilaði rúmar þrjátíu langþráðar mínútur í 1-1 jafntefli Birmingham City og Derby County í ensku Championship deildinni. Willum Þór Willumsson kom einnig við sögu en bæði lið enduðu með aðeins tíu leikmenn inni á vellinum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    United horfir til Þýska­lands eftir höfnun Semenyo

    Manchester United leitar kantmanns til að styrkja sóknarleik liðsins fyrir síðari hluta tímabilsins. Liðið gerði hvað það gat að sannfæra Antoine Semenyo um að koma á Old Trafford en útlit er fyrir að hann gangi í raðir bláklæddra granna. En hvert leitar United næst?

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Haaland stóðst vigtun eftir jólin

    Erling Haaland, leikmaður Manchester City, greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði staðist vigtun eftir hátíðarnar. Frægt er að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola gaf nokkurra daga frí en hugðist vigta menn fyrir og eftir jól.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hápunktarnir hingað til í enska boltanum

    Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Ítalinn Federico Chiesa skoraði dramatískt mark til að innsigla sigur Liverpool og Bournemouth á föstudagskvöldi í ágúst þegar enska úrvalsdeildin rúllaði af stað.

    Enski boltinn