Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun þess efnis að liðið megi ekki spila í Evrópudeildinni þar sem Lyon er nú þegar þar. Félögin eru að hluta til undir sama eignarhaldi. Enski boltinn 22.7.2025 19:33
Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Enski boltinn snýr aftur á miðla Sýnar í í næsta mánuði, en Sýn sport hefur tryggt sér sýningarréttinn frá keppnistímabilinu 2025/26 til 2027/28. Boðið er upp á nokkrar áskriftarleiðir sem innihalda enska boltann og sú ódýrasta hljóðar upp á 11.990 krónur á mánuði. Neytendur 22.7.2025 14:57
Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Eftir mikið japl, jaml og fuður þá virðist sænski framherjinn Viktor Gyökeres loksins á leið til Arsenal frá Sporting. Enski boltinn 22.7.2025 13:56
Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Englandsmeistarar Liverpool hafa samþykkt að greiða þýska félaginu Eintracht Frankfurt allt að 79 milljónir punda fyrir franska framherjann Hugo Ekitike. Fótbolti 21. júlí 2025 10:25
Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, er handviss um að félagið hafi staðið rétt að í kringum mál Thomas Partey, fyrrverandi leikmanns liðsins, sem hefur verið kærður fyrir nauðgun. Fótbolti 21. júlí 2025 09:01
Rashford mættur til Barcelona Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, er mættur til Barcelona og mun að öllum líkindum skrifa undir samning við Börsunga á næstunni. Fótbolti 21. júlí 2025 08:33
West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur samið við enska bakvörðinn Kyle Walker-Peters um að leika með liðinu á komandi tímabili. Fótbolti 20. júlí 2025 22:32
Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Bryan Mbeumo er svo gott sem orðinn leikmaður Manchester United eftir að framherjinn gekkst undir læknisskoðun í dag. Fótbolti 20. júlí 2025 19:32
Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Frakkinn Hugo Ekitiké verður nýjasta sóknarvopnið hjá Englandsmeisturum Liverpool um leið og félagið gengur endalega frá kaupunum á honum frá Eintracht Frankfurt. Enski boltinn 20. júlí 2025 19:02
Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Manchester United og Leeds United gerðu markalaust jafntefli í gær í vináttuleik í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bæði liðin eru að undirbúa sig fyrir ensku úrvalsdeildina. Enski boltinn 20. júlí 2025 17:31
Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Eintracht Frankfurt er eiginlega í sérflokki þegar kemur að því að kaupa framherja ódýrt og selja þá síðan fyrir margfalt hærri upphæð nokkrum árum síðar. Fótbolti 20. júlí 2025 14:01
Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Franski framherjinn Hugo Ekitike er á leið til Liverpool en það staðfestir skúbbarinn Fabrizio Romano með frasa sínum „Here we go“. Enski boltinn 20. júlí 2025 09:55
Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Tyrkneska félagið Galatasaray hefur gert tilboð í brasilíska markvörðinn Ederson, markvörð Manchester City. Fótbolti 20. júlí 2025 09:03
Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Eftir afleitt síðasta tímabil er ljóst að nokkuð verður um mannabreytingar hjá Manchester United. Félagið reynir nú eins og það getur að losa sig við fimm vængmenn. Fótbolti 20. júlí 2025 08:01
Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Að vera knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur hefur ekki beint veitt mönnum atvinnuöryggi á síðustu árum. Thomas Frank segist þó ætla að vera lengi í þessu nýja starfi sínu. Fótbolti 19. júlí 2025 23:15
Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Jón Daði Böðvarsson lék með enska C-deildarliðinu Burton Albion síðari hluta síðasta tímabils. Er hann stór ástæða þess að liðið féll ekki. Félagið, sem er að hluta til í eigu Íslendinga, er nú undir rannsókn vegna þess ótrúlega fjölda leikmanna sem gengu til liðs við það síðasta sumar. Enski boltinn 19. júlí 2025 23:00
Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðinu skorti hraða fram á við til að skapa sér færi og mörk. Fótbolti 19. júlí 2025 22:30
Segist viss um að Isak fari ekki fet Eddie Howe, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle, segist viss um að sænski framherjinn Alexander Isak verði áfram hjá félaginu. Fótbolti 19. júlí 2025 21:47
Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Manchester United og Barcelona hafa komist að samkomulagi um meginatriði samnings fyrir Marcus Rasford og enski framherjinn virðist því vera á leið á láni til spænska félagsins. Fótbolti 19. júlí 2025 19:58
Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig Leeds United, sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili í vor, hefur samið við tvo nýja leikmenn um að leika með liðinu í vetur. Fótbolti 19. júlí 2025 17:32
Rashford nálgast Barcelona Barcelona er að vinna markvisst að því að fá enska framherjann Marcus Rashford frá Manchester United. Nú lítur út fyrir að það sé að bera árangur. Enski boltinn 19. júlí 2025 13:30
Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Eftir langan eltingaleik hefur Manchester United að því virðist loks fest kaup á Bryan Mbeumo, leikmanni Brentford. Stærsta spurningin nú er hvar þessi hægri vængmaður mun leika í leikkerfi sem inniheldur engan hægri vængmann? Enski boltinn 19. júlí 2025 08:02
Hrókeringar í markmannsmálum Man City Það virðist sem breytingar séu framundan í markmannsmálum Manchester City. Englendingurinn James Trafford er orðaður við endurkomu eftir að hafa gert góða hluti hjá Burnley. Enski boltinn 18. júlí 2025 22:18
Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Ince hefur misst bílpróf sitt eftir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis. Enski boltinn 18. júlí 2025 18:16