Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. Viðskipti innlent 25.1.2025 18:28
Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025. Viðskipti innlent 24.1.2025 16:48
Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Nýlega bættust þau Eva M. Kristjánsdóttir, Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson og Kristinn Jónasson við eigendahóp KPMG og KPMG Law en þau hafa öll starfað hjá KPMG um árabil. Viðskipti innlent 24.1.2025 12:19
Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent 24.1.2025 07:02
Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Fimmti hver leigjandi á leigumarkaði býr í hverfi eða á stað þar sem viðkomandi myndi helst ekki kjósa að búa á. Meðal leigjenda með tvö börn eða fleiri er hlutfallið 30 prósent. Viðskipti innlent 23.1.2025 06:53
Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Fyrsta skóflustungan af nýju 68 herbergja lúxus hóteli hefur verið tekin á Hvolsvelli. Hótelið, sem mun kostar um tvo milljarða króna verður tekið í notkun í byrjun sumars. Viðskipti innlent 22.1.2025 21:03
Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar. Viðskipti innlent 22.1.2025 14:56
Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna. Viðskipti innlent 22.1.2025 10:01
Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. Viðskipti innlent 21.1.2025 21:58
Kaffi Kjós til sölu Kaffi Kjós við Meðalfellsveg er til sölu. Kaffihúsið hefur verið rekið frá árinu 1998 og eigendur segja samfélagið á svæðinu vona að veitingarekstur haldi þar áfram. Viðskipti innlent 21.1.2025 19:55
Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Skóvinnustofunni í Reykjavík, sem áður gekk undir nafninu Þráinn skóari, verður lokað fyrir mánaðamót. Þar með hverfur síðasti starfandi skósmiðurinn í miðborg Reykjavíkur á braut. Viðskipti innlent 21.1.2025 13:15
Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Íslenska ríkið var í dag sýknað af öllum kröfum Birkis Kristinssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns og viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis, í BK-44 málinu svokallaða fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, fer hins vegar ekki tómhentur frá Strassborg. Viðskipti innlent 21.1.2025 12:03
Karen inn fyrir Þórarin Karen Áslaug Vignisdóttir hefur verið sett aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram á vef bankans. Viðskipti innlent 20.1.2025 16:45
Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt beiðni forstjóra World Class um viðræður um rekstur og uppbyggingu heilsuræktar á Heimaey. Bæjarstjóri segir beiðnina sönnun þess að Vestmannaeyjar séu spennandi kostur. Viðskipti innlent 20.1.2025 14:07
Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Yfirtaka JBT á Marel hafði talsverð áhrif á gengi krónunnar árið 2024, sem hækkaði um fjögur prósent á árinu. Krónan hefur ekki verið stöðugri frá árinu 2015. Viðskipti innlent 20.1.2025 11:02
Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Drög að uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung 2024 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 8,3 milljarðar króna, sem leiðir til 13,2 prósenta arðsemi eiginfjár á árinu 2024. Afkoma fjórðungsins er um 28 prósentum yfir meðaltalsspá greiningaraðila. Viðskipti innlent 20.1.2025 10:07
Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Isavia, opinbera hlutafélagið sem rekur Keflavíkurflugvöll, gefur ekkert upp um kostnað við gerð og birtingu auglýsingar sem birt var á gamlárskvöld. Þá fást engin svör um hversu mikið það kostaði félagið að ráða samskiptafélag til að svara gagnrýni á auglýsinguna. Viðskipti innlent 17.1.2025 16:08
Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Samkeppniseftirlitið segir skýringar Styrkáss á því að hætt var við kaup félagins á Krafti ekki í samræmi við þær skýringar sem félagið gáfu eftirlitinu. Félögin hafi óskað trúnaðar um þær skýringar. Viðskipti innlent 17.1.2025 14:33
Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Erla Ósk Wissler Pétursdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Executive MBA (EMBA) náms við Háskólann í Reykjavík. Viðskipti innlent 17.1.2025 10:10
Fjögur skip hefja leit að loðnu Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. Viðskipti innlent 16.1.2025 23:14
Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Tjón samfélagsins vegna enn meiri seinkunar Hvammsvirkjunar í Þjórsá gæti numið fimmtán til þrjátíu milljörðum króna, að mati Samtaka iðnaðarins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir stjórnvöld verða að grípa tafarlaust inn í sé reyndin sú að lögin komi í veg fyrir nýjar vatnsaflsvirkjanir. Viðskipti innlent 16.1.2025 22:00
Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir upplýsingar sem Matthías Matthíasson hjá MM Logic greindi þróun olíuverðs og gjaldskrá stóru skipafélaganna gefa viðskiptamönnum félaganna tilefni til þess að kalla eftir skýringum á þróun á verði og gjaldskrá. Viðskipti innlent 16.1.2025 18:13
Hagnaðurinn dregst saman Hagnaður Ölgerðarinnar eftir skatta nam 1.160 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Það gerir 22 prósent lækkun hagnaðar milli ára. Viðskipti innlent 16.1.2025 16:25
Hrönn stýrir Kríu Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur skipað Hrönn Greipsdóttur í starf forstjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu. Viðskipti innlent 16.1.2025 14:27
Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Forsvarsmenn flugfélagsins Play hafa til alvarlegrar skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Hann telur einsýnt að ríkisstjórnin taki sparnaðartillögur félagsins til greina. Viðskipti innlent 16.1.2025 14:03