Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Hiti mældist hæstur á landinu 29,8 stig við Egilstaðaflugvöll þann 16. ágúst og er það mesti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. Eldra met var 29,4 stig á Hallormsstað í lok ágúst 2021. Þetta er jafnframt mesti hiti sem mælst hefur á sjálfvirkri veðurstöð á Íslandi og hæsti hiti sem skráður hefur verið í landinu frá árinu 1946, þegar hitinn fór í 30,0 stig á Hallormsstað. Innlent 4.9.2025 07:41
Dregið hefur úr skriðuhættu Eftir tvo mjög úrkomusama daga á Austfjörðum stytti að mestu upp í gærkvöldi og nótt og dregið hefur úr skriðuhættu á svæðinu. Innlent 3.9.2025 15:29
Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en að fram eftir degi megi búast við strekkingi víða á Vesturlandi. Veður 3.9.2025 07:15
Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hægur vindur er nú á landinu og verður skýjað með köflum og smá skúrir á víð og dreif. Líkur eru á hellidembu suðvestantil seinnipartinn og er ekki útilokað að vart verði við þrumur og eldingar um tíma. Veður 29. ágúst 2025 07:18
Hlýtt og rakt loft yfir landinu Hin djúpa lægð sem olli hvassri austanátt syðst á landinu í byrjun vikunnar er nú komin suðaustur að Skotlandi og eru vindar á landinu því hægir. Veður 28. ágúst 2025 07:07
Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Djúp lægð suður af landinu olli stífum vindi á landinu í gær og hún fjarlægist í dag og er vindur því á undanhaldi. Veður 27. ágúst 2025 07:09
„Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Björgunarsveitin Þorbjörn hefur staðið í ströngu frá því snemma í morgun við að aðstoða ferðamenn að Fjallabaki og þar um kring. Gríðarlegir vatnavextir eru á svæðinu og aðstæður leiðinlegar. Innlent 26. ágúst 2025 16:19
Fjárhús varð öldugangi að bráð Gríðarlegur sjógangur er við Vík í Mýrdal þar sem sjóvarnargarður rofnaði og fjárhús varð sjónum að bráð. Óttast er að annað hús sem er við sjóinn, hesthús, gæti farið sömu leið. Innlent 26. ágúst 2025 15:54
Metaregn í hlýindum á Íslandi Óvenjuleg hlýindi hafa einkennt það sem af er ári. Vorið var það hlýjasta sem sögur fara af og maí og júlí voru þeir hlýjustu á landsvísu frá upphafi mælinga. Ný landsmet voru einnig slegin fyrir bæði maí og ágúst. Innlent 26. ágúst 2025 10:07
Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Mikið hefur rignt að Fjallabaki síðastliðinn sólarhring og ár og vötn bólgnað í miklum vatnavöxtum í kjölfar rigningarinnar. Innlent 26. ágúst 2025 09:41
Blæs hressilega af austri á landinu Leifar fellibylsins Erin er nú um 450 kílómetra suður af Vestmannaeyjum og er þrýstingur í miðju hennar 962 millibör, sem er mjög djúpt fyrir árstímann. Það mun enda blása hressilega af austri á landinu í dag. Veður 26. ágúst 2025 07:14
Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun syðst á Suðurlandi vegna austan hvassviðris. Viðvörunin tekur gildi klukkan 12 á morgun og gildir til klukkan 20. Veður 25. ágúst 2025 10:47
Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Langt suðsuðvestur af landinu er nú kröpp lægð, með uppruna úr fyrrverandi fellibyl, Erin, á norðurleið og mun hún stjórna veðrinu hjá okkur næstu daga. Veður 25. ágúst 2025 07:10
Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Hæð yfir Norðursjó og lægðarsvæði vestur og suðvestur af Íslandi beinir hlýju og röku lofti til landsins í dag. Því verður sunnan og suðaustan stinningsgola en sums staðar má búast við strekking og rigningu með köflum. Nokkuð hlýtt verður, eða á bilinu þrettán til 22 stig. Veður 24. ágúst 2025 08:05
Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Jökulhlaup hófst í gær úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Hlaupið rennur í farveg Svartár og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir litlar breytingar á hlaupinu frá því snemma í gærkvöldi. Ekki er mikil úrkoma á svæðinu en það bætir í hana í kvöld. Veður 23. ágúst 2025 09:50
Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Suðvestur af Íslandi er lægð sem beinir hlýju og röku lofti til landsins. Áttin verður suðaustlæg og hvessir eftir því sem líður á daginn. Skýjað og lítilsháttar væta og hiti á bilinu tíu til sautján stig sunnan- og vestanlands fram eftir degi en í kvöld fer að rigna. Á Norður- og Austurlandi verður víðast hvar léttskýjað og hiti að 23 stigum. Veður 23. ágúst 2025 07:47
Rigning og rok í methlaupi Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552. Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið. Innlent 22. ágúst 2025 13:15
Hiti að 21 stigi í dag Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu sunnan- og vestanlands, en átta til fimmtán á morgun. Skýjað verður á þessum slóðum og sums staðar dálítil væta, og mun bæta í úrkomu seinnipartinn á morgun. Veður 22. ágúst 2025 07:13
Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Útlit er fyrir hæga breytilega átt eða hafgolu í dag. Á Suður- og Vesturlandi verður skýjað að mestu, en smávegis glufur gætu þó myndast í skýjahuluna þegar líður á daginn. Veður 21. ágúst 2025 07:05
Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við Aldrei hafa fleiri hlauparar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþonið sem haldið er árlega á Menningarnótt. Veðurfræðingur spáir hægum vind á laugardagsmorgun en bæta mun í þegar líður á morguninn. Innlent 20. ágúst 2025 13:15
Hægviðri og hiti að nítján stigum Yfir Íslandi er nú allmikil hæð sem heldur velli í dag og á morgun. Vindar eru því almennt hægir og skýjað á vestanverðu landinu og með Norðurströndinni í morgunsárið, en léttir síðan til. Veður 20. ágúst 2025 07:07
Norðlæg átt og víðast hvar væta Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Líkur eru á dálítilli rigningu eða súld á norðanverðu landinu, en að styttir upp síðdegis. Veður 18. ágúst 2025 07:10
Hlýjast suðaustantil Í dag er búist við suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu og dálítilli vætu norðan- og vestantil, samkvæmt textaspá Veðurstofunnar. Veður 17. ágúst 2025 08:48
Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Allt bendir til þess að hitamet aldarinnar hafi verið slegið á Íslandi í dag þegar hitinn mældist 29,8 gráður á Egilsstaðaflugvelli. Veður 16. ágúst 2025 20:40