„Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. Innlent 4.9.2025 23:41
Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir harðan árekstur á Vífilsstaðavegi fyrr í kvöld. Innlent 4.9.2025 23:21
Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Ástand Kjalvegar hefur verið mjög slæmt á köflum í sumar. Ferðaþjónustufólk vill sjá úrbætur á veginum og að sem flestum verði gert kleift að njóta hálendisins. Innlent 4.9.2025 23:02
Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Með nýju örorkulífeyriskerfi gætu ráðstöfunartekjur einstaklinga á hlutaörorku í mörgum tilfellum orðið hærri en hjá einstaklingi í fullu starfi á sömu launum. Læknir segir ljóst að ef frumvörp um greiðslur TR til örorkulífeyrisþega nái fram að ganga verði heildartekjur öryrkja hærri en laun einstaklinga í fullu starfi. Innlent 4.9.2025 19:04
Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kona sem hefur verið ofsótt af eltihrelli í á annan áratug furðar sig á að hann gangi laus þrátt fyrir að hafa hlotið dóm og brotið gegn skilorði. Hún er ráðþrota í málinu. Við ræðum við hana í kvöldfréttunum Sýnar. Innlent 4.9.2025 18:12
Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið þar sem mátti sjá kvenmannshár út um farangurshlera. Við nánari athugun reyndist hárið vera einhvers konar hrekkjavökuskraut. Innlent 4.9.2025 17:28
Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Það stefnir í formannsslag á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem haldið verður eftir rúma viku. Samfélagsmiðlastjórinn vill forsetaembættið en sömuleiðis sækist sitjandi forseti eftir endurkjöri. Innlent 4.9.2025 17:15
Móðirin á Edition gengur laus Kona sem grunuð er um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition-hótelinu í júní getur nú um frjálst höfuð strokið, eftir að hafa verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag. Hún hefur þess í stað verið úrskurðuð í farbann. Innlent 4.9.2025 16:55
Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Í nýrri samantekt á vegum embættis landlæknis segir að rúmur fjórðungur þeirra á aldrinum átján til 34 ára drekki orkudrykki á hverjum degi. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020. Innlent 4.9.2025 16:29
Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Í dag hafa um sex til sjö milljónir rúmmetra af kviku safnast undir Svartsengi frá síðasta eldgosi sem hófst í júlí. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að gert sé ráð fyrir að þegar um 12 milljónir rúmmetrar hafi safnast saman aukist líkurnar á nýjum atburði. Innlent 4.9.2025 15:20
Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Héraðsdómur Vesturlands hefur kvatt mann til að koma fyrir dóm til að hlýða á ákæru fyrir líkamsárás sem hann framdi árið 2023, þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hann er búsettur á ótilgreindum stað í Evrópu. Innlent 4.9.2025 15:00
Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að eftir sjónvarpsviðtal á mánudaginn séu að baki líklega undarlegustu nokkrir dagar á hans stutta stjórnmálaferli. Vanstillt viðbrögð á netinu hafi tekið út yfir allan þjófabálk. Innlent 4.9.2025 13:24
„Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir mannskæðan bruna á Bræðraborgarstíg fyrir fimm árum enn liggja þungt á slökkviliðsmönnum. Sérstök ráðstefna fór fram á Grand hótel í morgun vegna þessara tímamóta þar sem fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsins, Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar fóru yfir breytingar síðustu fimm ára. Innlent 4.9.2025 13:23
Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir um ofbeldi og dreifingu persónuupplýsinga í garð Snorra Mássonar og fjölskyldu hans. Það gera samtökin í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni. Fjallað var um það í morgun að sérsveit vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu hans í nótt. Innlent 4.9.2025 13:07
Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Það var merkilegur dagur hjá þeim feðgum, Auðberti Vigfússyni og Vigfúsi Pál Auðbertssyni þriðjudaginn 2. september, því báðir átti þeir afmæli en Auðbert varð þá 85 ára en hann hefur gert út vörubíla í 53 ár og nú er hann að upplifa enn eina stór breytinguna og þróunina, rafmagn, sem orkugjafa í stað olíu. Afhending nýja rafmagnsvörubílsins fór fram hjá fyrirtækinu Landfara í Mosfellsbæ en það má geta þess að fyrst feðgarnir voru á annað borð að kaupa sér rafmagnsvörubíl þá skelltu þeir sér líka á einn nýjan átta hjóla olíubíl í leiðinni. Sem sagt, tveir splunkunýir vörubílar í Vík í Mýrdal. Innlent 4.9.2025 13:04
Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Dómsmálaráðherra segir ómögulegt að spá fyrir um hversu lengi Helgi Magnús Gunnarsson mun njóta eftirlauna eftir að hann lét af embætti vararíkissaksóknara og því sé ekki hægt að taka saman kostnað vegna starfsloka hans. Innlent 4.9.2025 13:03
Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Jarðskjálfti að stærð 3,7 mældist klukkan tíu í morgun í 0,7 kílómetrum norður af Bárðarbungu. Stórir skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu reglulega síðustu mánuði. Innlent 4.9.2025 12:46
Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar. Innlent 4.9.2025 12:40
„Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn fagnar því að eigendur Ölvers í Glæsibæ ætli að hætta með spilakassa. Hún telur ákvörðunina upphafið á endalokum spilakassareksturs á Íslandi. Innlent 4.9.2025 12:31
„Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Hátíðin Ljósanótt var sett í Reykjanesbæ í morgun í tuttugasta og fjórða sinn. Hátíðin nær hápunkti á laugardagskvöld með stórum tónleiknum. Lögð er áhersla á að um fjölskylduhátíð sé að ræða og reyna á sérstaklega að sporna gegn áfengisdrykkju ungmenna. Innlent 4.9.2025 12:18
Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Heilsa ehf. hefur innkallað Ashwagandha sem selt er undir vörumerkinu Guli miðinn, þar sem varan inniheldur mögulega jarðhnetur. Ákvörðunin var tekin í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Innlent 4.9.2025 11:41
Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja atvinnustefnu sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kynnti í morgun. Innlent 4.9.2025 11:40
Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra höfðu eftirlit með heimili Snorra Mássonar alþingismanns í nótt, í kjölfar þess að heimilisfang hans var birt á samfélagsmiðlum. Innlent 4.9.2025 10:54
Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Skipverjum á fiskibát tókst að slökkva eld sem kviknaði í brú hans noður af Tjörnesi snemma í morgun. Björgunarsveitir voru kallaðar út á hæsta forgangi eftir að tilkynning um eldinn barst. Innlent 4.9.2025 09:31