Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Milljarðaafgangur og besta niður­staðan í sau­tján ár

Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Áhersla á traustan rekstur og fyrsta úthlutun í nýju hverfi í Vatnsendahvarfi er meginskýring niðurstöðu ársreiknings, sem lagður var fram í bæjarráði Kópavogs í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mögu­lega leik­flétta og eða við­brögð við lækkunum

Sögulegar hækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að bíða með ofurtollahækkanir á öll lönd nema Kína í gær. . Hagfræðiprófessor telur að mögulega sé ákvörðunin hluti af fléttu forsetans eða viðbrögð við miklum lækkunum á öllum mörkuðum vestanhafs síðustu daga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Penninn leggst í miklar breytingar

Kaffihúsi Pennans/Eymundsson á Skólavörðustíg hefur verið lokað, stokkað verður upp í fyrirkomulaginu í Austurstræti og 350 fermetra verslun opnuð á Selfossi með innanstokksmunum úr verslun á Laugavegi, sem verður lokað. Forstjóri Pennans segir fyrirtækið í sóknarhug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríf­lega tveggja milljarða af­gangur á Akur­eyri

Rekstur samstæðu Akureyrarbæjar gekk vel og var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir. Minnkandi verðbólga, hófleg hækkun lífeyrisskuldbindinga og nokkru hærri tekjur, höfðu jákvæð áhrif. Niðurstaðan er jákvæð um rúma tvo milljarða króna en fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir afgangi upp á tæplega hálfan milljarð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup­höllin réttir við sér

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er farinn að rétta úr kútnum eftir talsverðar lækkanir að undanförnu. Virði bréfa í öllum skráðum félögum hækkaði við opnun markaða í morgun og hefur Alvotech hækkað mest eða um 14,50%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá aukinni verð­bólgu

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77 prósent á milli mánaða í apríl og að verðbólga aukist úr 3,8 prósentum í 4,0 prósent. Aukningin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja

„Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kaup­hallir rétta úr kútnum

Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Árni Oddur tekur við for­mennsku

Á hluthafafundi Eyris Invest hf. í gær var ný stjórn félagsins kjörin. Stjórnina skipa Atli Björn Þorbjörnsson, Árni Oddur Þórðarson og Þórður Magnússon. Stjórnin hefur komið saman og skipt með sér verkum og Árni Oddur fer nú með stjórnarformennsku.

Viðskipti innlent