Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Birta lista yfir kaup­endur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir

Fjármálaráðuneytið hefur birt lista yfir alla kaupendur í útboði á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr í mánuðinum. Sjóðurinn Alpha hlutabréf var meðal þeirra sem mest keyptu í útboðinu, eða fyrir 192 milljónir króna. Alpha hlutabréf ef sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða, sem eru í eigu Íslandsbanka sjálfs. Mest keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, fyrir milljarð króna. 1.529 einstaklingar keyptu fyrir tuttugu milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Play tekur flugið til Agadir

Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til marokkósku borgarinnar Agadir. Fyrsta flugið verður 19. desember næstkomandi en flogið verður einu sinni í viku á föstudögum þangað til um miðjan apríl 2026.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimar mega kaupa Grósku

Samkeppniseftirlitið hefur tilkynnt um að það telji hvorki forsendur til íhlutunar né frekari rannsóknar vegna kaupa fasteignafélagsins Heima á öllu hlutafé í Grósku ehf., sem á og rekur samnefnda fasteign í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Eigendur Grósku, Björgólfur Thor Björgólfsson og viðskiptafélagar hans, verða stærstu eigendur Heima að viðskiptunum loknum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vol­vo segir upp þrjú þúsund manns

Efnahagsleg óvissa og spenna í heimsviðskiptum er sögð ástæða þess að bílaframleiðandinn Volvo ákvað að segja upp um þrjú þúsund starfsmönnum í sparnaðarskyni í dag. Að minnsta kosti 1.200 störf tapast í Svíþjóð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump

Viðskiptaráðherra Evrópusambandsins kallar eftir tollasamningi milli sambandsins og Bandaríkjanna sem byggi á virðingu en ekki hótunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í gær að leggja fimmtíu prósent innflutningstoll á vörur frá Evrópusambandinu. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa

Rósa Dögg Ægisdóttir, framkvæmdastjóri Reon, fer alltof seint að sofa og er sannfærð um að besti svefninn sinn séu þær níu mínútur sem hún nær á milli snúsa. Rósa segir það visst áhyggjuefni hvernig þriggja ára sonurinn er hættur að vekja foreldrana á skikkanlegum tíma.

Atvinnulíf