Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Svo leiðin­legt að pæla hvað öðru fólki finnst“

„Mér finnst rosalega gott að geta verið sjálfstæð og ég verð að feta mína eigin leið, ég hef alltaf haft svolitla þörf fyrir það,“ segir hin nítján ára gamla söngkona og rísandi stjarna Klara Einarsdóttir. Klara er gríðarlega jákvæð að eðlisfari og á ekki langt að sækja tónlistarástríðuna en blaðamaður ræddi við hana um listina og lífið.

Tónlist


Fréttamynd

Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann

Vala Grand Einarsdóttir og Brynjólfur Gunnarsson hafa fest kaup á einbýlishúsi á Akranesi. Um er að ræða 150 fermetra einbýlishús á einni hæð með bílskúr, staðsett innst í rólegri botnlangagötu. Ásett verð eignarinnar var 89,5 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Djöfullinn klæðist Prada á ný

Meryl Streep mun bregða sér aftur í hlutverk tískuritstjórans Miröndu Priestly í framhaldi rómantísku-gamanmyndarinnar frá 2006 um djöfulinn sem klæðist Prada. Framhaldið kemur í maí 2026 og munu allar aðalpersónurnar snúa aftur auk nýrra andlita.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Einar fékk meira hár en Baldur

Einar Bárðarson, umboðsmaður, lagahöfundur og hlaðvarpsstjórnandi, og Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi BPro, fóru í byrjun maímánaðar saman í hárígræðslu í Istanbúl í Tyrklandi. Baldur segir miklar framfarir hafa orðið í faginu á liðnum árum en fyrir rúmum áratug voru slíkar aðgerðir lífshættulegar.

Lífið

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

„Ég er sáttur við það dags­verk“

Helgi Jónsson, ritstjóri Glatkistunnar, vonar að einhver taki að sér að reka tónlistargagnagrunninn þó hann hyggist sjálfur ekki lengur halda honum úti. Að óbreyttu ratar Glatkistan í glatkistuna eftir ár, en Helgi gengur sáttur frá borði.

Menning
Fréttamynd

Glat­kistunni lokað

Glatkistunni, stærsta gagnagrunni sem er að finna um tónlistarlíf á Íslandi, verður að óbreyttu lokað eftir ár. Illa hefur gengið að fá auglýsendur til að styðja við verkefnið og styrkir frá hinu opinbera hafa verið fáir. Fleira efni mun ekki birtast á síðunni „nema auðvitað eitthvað stórkostlegt gerist,“ segir ritstjórinn.

Menning
Fréttamynd

Drakk ó­geðs­lega illa og hætti eftir blindafyllerí

Arnmundur Ernst Backman leikari segir það sína mestu guðsgjöf að hafa hætt að drekka og reykja kannabis. Arnmundur segist ekki hafa náð að syrgja móður sína fyrr en löngu eftir andlátið og það ferli hafi sýnt honum hve skakkt samfélagið okkar meðhöndlar fólk sem fer í gegnum missi nánasta ástvinar.

Lífið
Fréttamynd

„Aldrei grátið jafn mikið af gleði“

„Sigga langaði í sveitabrúðkaup og mig langaði að vera í fallegum hælum og skvísa yfir mig svo við vorum ekki alveg á sömu blaðsíðu á fyrsta degi. En svo fórum við til Ibiza í fyrsta skipti í september í fyrra og urðum ástfangin af eyjunni,“ segir búningahönnuðurinn og myndlistarkonan Sylvía Lovetank sem gekk að eiga sinn heittelskaða Sigga Kjartan leikstjóra og boozbónda í brúðkaupi á Ibiza á dögunum. Blaðamaður ræddi við Sylvíu um ævintýrið.

Lífið
Fréttamynd

Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug

Þrettán hugmyndaríkir unglingar taka yfir Laugardalslaug í vikunni til að sýna leiksýninguna Pöddupanik sem fjallar um tvær óvinafjölskyldur sem koma saman í skordýrabrúðkaupi Blængs Vængssonar og Fjútífjú Skröltnes.

Lífið
Fréttamynd

Sonur Rögnu og Árna fæddur

Sonur Rögnu Sigurðardóttur, læknis og þingmanns Samfylkingar, og Árna Steins Viggósonar fæddist þann 23. júní. Árni og Ragna tilkynntu um fæðinguna í kvöld á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir

Einn heppin Lottó-spilari var einn með fjórfaldan fyrsta vinning í Lottó kvöld og fær rúmar 53,8 milljónir króna í sinn hlut. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að mið vinningshafans hafi verið í áskrift.

Lífið