Fréttamynd

BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins

Strákarnir í BMX brós kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að sýna ótrúlegar listir á hjólum, en þeir fara til dæmis heljarstökk afturábak á hjólunum sínum eins og ekkert sé. Þeir eru líka duglegir að fá áhorfendur til að taka þátt í ýmsum áhættuatriðum með sér.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Unnur Birna og Daði eru nýtt par

Leikkonan Unnur Birna Backman og plötusnúðurinn Daði Ómarsson eru nýtt par. Unnur birti mynd af Daða þar sem þau voru saman úti að borða í tilefni af afmæli Daða.

Lífið
Fréttamynd

Sjö ára þrauta­ganga endaði með krafta­verki

Tómas Þorbjörn Ómarsson og Eva Sólveig Þórðardóttir glímdu í mörg ár við ófrjósemi, endurtekin fósturlát og erfitt ferli glasafrjóvgana. Vegna erfðagalla sem Eva bar þurftu þau að leita til frjósemislækna í Bretlandi þar sem þau fengu aðgang að PGT-erfðaprófun sem ekki er í boði á Íslandi. Eftir sex glasameðferðir og mikinn tilfinningalegan og líkamlegan þunga, fengu þau loks einn heilbrigðan fósturvísi sem leiddi til fæðingar dóttur þeirra, Hrafnhildar Ísabellu, í nóvember á seinasta ári.  Ferlið var langt, erfitt og sárt en einnig fullt af von og þrautseigju.

Lífið


Fréttamynd

Ind­versk pizza að hætti Rakelar Maríu

Það er alltaf gaman að smakka nýjar pizzur. Rakel María Hjaltadóttir, markaðsstjóri, hlaupari og förðunarfræðingur, deildi nýverið uppskrift að indverskri pizzu með kjúklingi og jógúrtsósu sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. 

Lífið

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Er hárið skemmt eða bara þurrt?

Auðvelt er að rugla saman þurru hári og skemmdu. Tiltölulega auðvelt er að laga þurrt hár á skömmum tíma með raka og næringu en tíma tekur að byggja upp skemmt hár með markvissri umönnun. Við viljum öll hár sem glansar af heilbrigði en þegar hárið verður þurrt og ómeðfærilegt er auðvelt að grípa til rangra meðferða.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vestur­bænum

Tónlistarhjónin Jón Ólafsson og Hildur Vala Einarsdóttir hafa fest kaup á fallegri tveggja hæða eign við Grenimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Hjónin greiddu 185 milljónir fyrir eignina og var kaupsamningur undirritaður 11. ágúst síðastliðinn.

Lífið
Fréttamynd

Haf­dís Huld bæjarlistamaður Mos­fells­bæjar

Hafdís Huld Þrastardóttir var útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2025 á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ í dag. Hafdís Huld Þrastardóttir er söngkona og lagahöfundur. Hún hóf feril sinn ung og hefur átt fjölbreyttan feril sem spannar yfir þrjá áratugi.

Lífið
Fréttamynd

Silkimjúk súpa fyrir sálina

Það er fátt betra en bragðgóð og nærandi súpa. Hér er á ferðinni silkimjúk kókós- og engifersúpa sem auðvelt er að aðlaga að eigin smekk. Fyrir þá sem vilja gera hana enn matmeiri má bæta við kjúklingi, rækjum, tófu, núðlum eða því sem hugurinn girnist.

Lífið
Fréttamynd

Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn?

Á undanförnum árum hafa svokallaðir smáhrifavaldar vakið sífellt meiri athygli í markaðsstarfi, bæði hér á landi og erlendis. Smáhrifavaldar hafa mun færri fylgjendur en stórir áhrifavaldar, en njóta oft meiri trúverðugleika og persónulegra tengsla við fylgjendur sína.

Lífið
Fréttamynd

Sex bestu veitinga­staðirnir í Skandinavíu

Á hverju ári er birtur listi yfir 50 bestu veitingastaði heims. Listinn fyrir árið 2025 var kynntur fyrr í sumar í Tórínó á Ítalíu, þar sem veitingastaðurinn Maido í Perú bar sigur úr býtum. Á listanum í ár eru sex skandinavískir staðir meðal efstu 100, þar af fjórir í Kaupmannahöfn.

Lífið
Fréttamynd

Býr beint fyrir neðan barns­móður sína

Fjórða mynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, hefur verið valin sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026. Í Íslandi í dag var rætt við aðalleikarana og Hlyn Pálmason sem segir myndina eina þá persónulegustu sem hann hefur gert. Sverrir Guðnason segist tengja við umfjöllunarefni myndarinnar en hann á þrjú börn og er í miklum samskiptum við barnsmóður elstu dætra hans.

Lífið
Fréttamynd

Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð

Saga Garðars­dótt­ir og Steinþór Hró­ar Steinþórs­son, betur þekktur sem Steindi Jr., munu fara með aðal­hlut­verk í nýrri gamanþáttaröð sem íslenska framleiðslufyrirtækið Glassriver vinnur að í samstarfi við rúmenska fyrirtækið Idea Film.

Bíó og sjónvarp