Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Flugmenn flugvélar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þurftu að styðjast við landabréf til þess að lenda vélinni í Búlgaríu vegna truflana á staðsetningarbúnaði hennar í gær. Rússar eru taldir hafa truflað gervihnattarmerki. Erlent 1.9.2025 10:57
Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn 2580 stykki af OxyContin. Pillurnar flutti hann inn sem farþegi í flugi til Keflavíkurflugvallar, faldar í sælgætispokum í farangurstösku. Innlent 1.9.2025 10:40
Tuttugu manns sagt upp hjá Play Tuttugu starfsmönnum flugfélagsins Play hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar taka til starfsmanna þvert á fyrirtækið. Viðskipti innlent 31.8.2025 11:45
Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í gærkvöldi eða nótt að einstakling eftir að tilkynning barst frá flugturninum á Reykjavíkurflugvelli um að leysigeisla hefið verið beint að tveimur flugvélum í aðflugi. Innlent 21. ágúst 2025 06:22
Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Þrír karlmenn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir innflutning á kókaínbasa, sem samsvarar um einu kílói kókaíns. Einn til þrettán mánaða vistar og hinir tveir til tíu mánaða. Þeir síðarnefndu voru svokölluð burðardýr í málinu. Innlent 20. ágúst 2025 14:14
Sante fer í hart við Heinemann Sante ehf. sem heldur úti netverslun með áfengi hefur lagt fram lögreglukæru á hendur Heinemann Travel Retail Ice ehf. vegna smásölu félagsins í tollfrjálsri verslun á Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 19. ágúst 2025 18:05
Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsrar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2024. Árni var með rúmar 40 milljónir á mánuði í tekjur. Viðskipti innlent 19. ágúst 2025 12:01
Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Þau Arngrímur og Þóra voru lengi frægustu flughjón Íslands. Svo skildu þau, eftir að hafa byggt upp flugfélagið Air Atlanta úr engu og gert það að stórveldi. Lífið 19. ágúst 2025 12:00
Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Grétar Br. Kristjánsson lögmaður er látinn, 87 ára að aldri. Sem einn af lykilstjórnendum Loftleiða og síðar Flugleiða var hann einn valdamesti maður íslenska fluggeirans um áratugaskeið. Hann er sá sem lengst allra sat í stjórn Flugleiða, í 32 ár, þar af sem varaformaður stjórnar í 18 ár, en stóð þó jafnan utan sviðsljóssins. Innlent 18. ágúst 2025 12:12
Fullir í flugi Vél SAS frá Keflavík til Kaupmannahafnar þurfti að leggja lykkju á leið sína og lenda í Björgvin í Noregi í gærkvöldi þar sem farþegi þótti of ölvaður. Þetta kemur fram á vef TV2 í Noregi. Innlent 18. ágúst 2025 07:26
Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Forsvarsmenn stéttarfélags flugþjóna Air Canada segja félagsmenn sína ekki munu snúa aftur til vinnu, þrátt fyrir fyrirskipanir yfirvalda þar að lútandi. Flugþjónarnir lögðu niður störf á laugardagsmorgun og um það bil 1.400 flugferðir voru felldar niður um helgina. Erlent 18. ágúst 2025 07:14
Braust inn á flugvallarsvæðið Maður var handtekinn fyrir að fara inn á svæði Reykjavíkurflugvallar. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins og tekin var skýrsla af honum þegar af honum var runnið. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Innlent 17. ágúst 2025 17:50
Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Fluvél Wizz air sem flogið var frá Íslandi til Ungverjalands þurfti óvænt að lenda í Noregi í gærkvöldi þar sem að vísa þurfti tveimur ölvuðum mönnum úr vélinni sem voru til vandræða. Þeir mega búast við sitthvorri sektinni upp á 180 þúsund krónur. Innlent 17. ágúst 2025 14:38
Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Þrjár nýjar Airbus-þotur bætast í flota Icelandair í vetur. Þær koma til viðbótar þeim fjórum þotum sem félagið er þegar búið að fá afhentar frá evrópska flugvélaframleiðandum. Þar með verða alls sjö Airbus A321LR-þotur komnar í rekstur félagsins fyrir næsta vor. Viðskipti innlent 17. ágúst 2025 09:39
Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Framkvæmdir vegna endurhönnunar á komu- og brottfararverslununum Ísland Duty Free á Keflavíkurflugvelli hefjast á næstunni. Nýja hönnunin mun sækja innblástur í dramatískt landslag Íslands, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Viðskipti innlent 14. ágúst 2025 08:07
Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 302 þúsund í nýliðnum júlí samkvæmt mælingum Ferðamálastofu, 9,1% fleiri en í júlí 2024. Um þriðjung brottfara má rekja til Bandaríkjamanna. Viðskipti innlent 12. ágúst 2025 15:03
Mikill rekstrarbati Icelandair „ólíklegur“ miðað við núverandi sterkt gengi krónu Sögulega hátt raungengi krónunnar og framleiðsluspenna setur reksturinn hjá Icelandair í „klemmu“, að mati hlutabréfagreinenda, en verðmat á flugfélaginu lækkar umtalsvert eftir uppgjör sem var langt undir væntingum. Það vinnur með Icelandair að helsti keppinauturinn er að minnka umsvifin en hins vegar er erfitt að sjá rekstrarbata í kortunum næstu misserin við núverandi gildi krónunnar á móti Bandaríkjadal. Innherji 12. ágúst 2025 11:17
Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Um 5000 tilfelli alvarlegrar ókyrrðar í flugferðum eru tilkynnt árlega á heimsvísu og talið er að fjöldinn gæti meira en tvöfaldast á næstu áratugum vegna loftslagsbreytinga. Flugrekstrarstjóri Icelandair segir ókyrrð ekki hættulega og slys á fólki eða áhöfn afar fátíð. Innlent 11. ágúst 2025 20:31
„Afar háir“ vextir í skuldabréfaútgáfu Play til marks um áhættuna í rekstri félagsins Ársvextirnir sem Play mun greiða fjárfestum í væntanlegri skuldabréfaútgáfu eru að líkindum þeir hæstu sem nokkurt flugfélag er að borga af sambærilegum skuldabréfum, að mati norsks greinanda, og endurspeglar áhættuna í rekstri íslenska félagsins. Innherji 11. ágúst 2025 14:54
Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Erlendir miðlar hafa fjallað nokkuð um aukna ókyrrð á síðastu misserum en samkvæmt umfjöllun BBC verða um það bil 5.000 tilfelli alvarlegar ókyrrðar árlega. Innlent 11. ágúst 2025 14:32
Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Settur yfirlögregluþjónn segir lögreglu ekki vera í neinu sérstöku átaki varðandi leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli. Hins vegar sé reglulegu eftirliti sinnt, og eiga leigubílstjórar það til að brjóta af sér. Tveir misstu prófið við flugstöðina í gær. Innlent 10. ágúst 2025 13:24
Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Lögreglan á Suðurnesjum hyggst taka leigubílamálin við Keflavíkurflugvöll fastari tökum og fór í rassíu í dag. Mikið hefur gustað um leigubílamarkaðinn undanfarna mánuði, í mars lýsti innviðaráðherra honum sem villta vestrinu og í apríl vísaði Isavia hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum. Innlent 9. ágúst 2025 20:24
Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Flugfélagið Play gerir ráð fyrir að skila hagnaði á árinu 2026. Félagið tapaði 1,9 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2025. Viðskipti innlent 7. ágúst 2025 17:13
Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendastofa hefur sektað flugfélagið Icelandair um hálfa milljón króna fyrir að hafa ekki fylgt fyrri ákvörðun stofnunarinnar og veitt kaupendum nægilegar upplýsingar í kaupferli. Neytendastofa skammaði Icelandair meðal annars vegna misræmis milli skilmála og upplýsingasíðna á vef félagsins vegna svokallaðs skrópgjalds. Neytendur 7. ágúst 2025 14:46