LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum LeBron James verður ekki með Los Angeles Lakers þegar NBA-deildin í körfubolta fer aftur af stað. Körfubolti 10.10.2025 09:30
Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Fyrrverandi NBA-stjarnan Paul Pierce var handtekinn á þriðjudagskvöldið grunaður um ölvunarakstur. Körfubolti 10.10.2025 06:30
Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat, fær það hlutskipti að stýra bandaríska karlalandsliðinu í körfubolta fram yfir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Bandaríkjunum 2028, í Los Angeles. Körfubolti 9.10.2025 18:01
Áfall fyrir Houston Fred VanVleet, leikstjórnandi Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, missir væntanlega af öllu næsta tímabili vegna meiðsla. Körfubolti 23. september 2025 16:10
Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Aðdáendur Dallas Mavericks geta tekið gleði sína á ný en meiðslapésinn Anthony Davis tók í vikunni þátt í fimm á fimm æfingu í fyrsta sinn síðan í júlí. Körfubolti 21. september 2025 14:17
NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Nýstofnaða breska úrvalsdeildin í körfubolta virðist óvart hafa staðfest að NBA Evrópudeildin, sem hefur verið rætt um lengi, muni hefja göngu sína eftir tvö ár. Körfubolti 16. september 2025 22:32
Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Æðsti yfirmaður NBA deildarinnar, Adam Silver, segir ólíklegt að næg sönnunargögn finnist til að refsa Kawhi Leonard, Los Angeles Clippers eða eiganda þess Steve Ballmer, þrátt fyrir að rannsókn málsins sé aðeins nýhafin. Körfubolti 11. september 2025 07:31
Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Körfuboltaskór eru ekki bara körfuboltaskór. Þetta vita leikmenn í NBA vel sem og fjölmargir aðdáendur en körfuboltaskór ganga kaupum og sölum bæði nýir og notaðir og oft fyrir svimandi háar upphæðir. Körfubolti 6. september 2025 23:15
Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Los Angeles Clippers og eigandi þess Steve Ballmer virðast hafa svindlað á launaþakinu til að tryggja sér áfram þjónustu stórstjörnunnar Kawhi Leonard á sínum tíma. Körfubolti 4. september 2025 08:32
„Lukkudýrið“ í mál við félagið Sá sem lék launahæsta lukkudýrið í NBA deildinni í körfubolta er farinn í mál við félagið sem hann starfaði lengi fyrir. Körfubolti 21. ágúst 2025 23:31
Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Faðir NBA körfuboltastjörnunnar Jaylen Brown er ekki í góðum málum eftir að rifildi endaði mjög illa í Las Vegas. Körfubolti 21. ágúst 2025 18:51
Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Jeremy Sochan leikmaður San Antonio Spurs í NBA deildinni mun ekki leika með Póllandi á Eurobasket sem hefst 27. ágúst næstkomandi. Pólland eru gestgjafar Íslendinga þar á meðal og er þetta högg fyrir liðið. Körfubolti 10. ágúst 2025 20:32
Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ John Stockton er stoðsendingahæsti leikmaður NBA frá upphafi og í hópi bestu leikmanna sögunnar. Hann er ekki í vafa um að Michael Jordan sé ofar en LeBron James þegar kemur að því að velja besta leikmann sögunnar. Körfubolti 10. ágúst 2025 12:30
Celtics festa þjálfarann í sessi Boston Celtics hefur tryggt sér þjónustu þjálfarans Joe Mazzula næstu árin. Liðið tilkynnti um þetta á samfélagsmiðlum í dag. Mazzula stýrði liðinu til NBA titilsins árið 2024 en liðið datt út gegn Indiana Pacers í úrslitakeppninni. Körfubolti 8. ágúst 2025 21:02
NBA stjarna borin út NBA körfuboltamaðurinn Malik Beasley þurfti að finna sér nýjan gististað á miðvikudaginn eftir að hann var borinn út úr íbúðinni sinni. Körfubolti 8. ágúst 2025 07:20
Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Fyrrum öryggisvörður körfuboltaliðsins Miami Heat hefur verið ákærður fyrir að stela treyju LeBron James sem seldist á nærri hálfan milljarð íslenskra króna á uppboði árið 2023. Öryggisvörðurinn er sagður hafa stolið samtals mörg hundruð munum úr hirslum félagsins. Körfubolti 7. ágúst 2025 07:03
Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Ofurstjarnan Luka Dončić hefur skrifað undir þriggja ára samning við Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Samningurinn hljóðar upp á 165 milljónir Bandaríkjadala – rúma tuttugu milljarða íslenskra króna. Körfubolti 2. ágúst 2025 17:02
Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Framkvæmdastjórinn Adam Silver og fleiri hæstráðendur NBA deildarinnar sóttu fundi víðsvegar um Evrópu í vikunni og voru síðast staddir í Madríd, höfuðborg Spánar. Stefnan er að stofna sameiginlega NBA-Evrópudeild á næstu árum. Með því að sannfæra Real Madrid um að taka þátt yrði stórt skref stigið í þá átt en fundir hafa verið haldnir með fleiri félögum. Körfubolti 2. ágúst 2025 08:03
Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Myndir af körfuboltastjörnunni Nikola Jokic að missa sig yfir því þegar hesturinn hans vann keppni í Serbíu fór á flug á netinu í vikunni og ekki síst í samanburði við látlaus viðbrögð hans þegar Jokic varð sjálfur NBA-meistari. Körfubolti 1. ágúst 2025 17:17
Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Fótboltalið Barcelona ætlar að spila í nýjum varabúningum á komandi tímabili og um leið heiðra körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant. Fótbolti 31. júlí 2025 16:02
NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum NBA reynsluboltinn Marcus Morris situr enn í fangelsi eftir að hann var handtekinn á flugvelli í Flórída um helgina. Körfubolti 30. júlí 2025 15:48
Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði NBA körfuboltamaðurinn Tyrese Haliburton trúlofaði sig í gær en hann valdi sérstakan stað til að biðja kærustunnar. Körfubolti 29. júlí 2025 14:31
Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Nýverið birtist mynd af Luka Dončić, stjörnu Los Angeles Lakers og NBA-deildarinnar í körfubolta. Það er ekki betur séð en að Luka hafi látið til sin taka í ræktinni það sem af er sumri. Körfubolti 28. júlí 2025 22:15
NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals NBA körfuboltamaðurinn Marcus Morris var handtekinn á Flórída um helgina. Hann hneykslast sjálfur á kringumstæðunum og þá einkum orðalaginu í kærunni. Körfubolti 28. júlí 2025 11:32