Veitingastaðir

Veitingastaðir

Fréttir af starfsemi veitingastaða á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hefja form­lega rann­sókn á SVEIT og Virðingu

Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á meintum samkeppnisbrotum veitingafyrirtækja og innan Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði tengt kjarasamningsgerð við stéttarfélagið Virðingu. Formaður Eflingar fagnar rannsókninni. Framkvæmdastjóri Virðingar segir gott að hreinsa málið og fá jákvæða niðurstöðu eftirlitsins.

Innlent
Fréttamynd

Sá eini fagmenntaði missti vinnuna

„Þetta er alls ekki góð þróun. Það er eins og veitingahúsaeigendum sé orðið alveg sama um fegurðina, og upplifunina sem fólk sækist eftir þegar það fer út að borða. Það er bara verið að hugsa um söluna og gróðann,“ segir Ragnar Þór Antonsson. 

Innlent
Fréttamynd

Tipsý bar valinn besti barinn í Reykja­vík

Kokteilabarinn Tipsý bar og lounge var valinn besti barinn í Reykjavík árið 2025 á Norrænu Barþjóna verðlaununum, Bartenders’ Choice Awards, í Stokkhólmi í Svíþjóð í gærkvöldi. Auk þess var Helga Signý, barþjónn hjá Tipsy, valin rísandi stjarna Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Má bera eig­anda Gríska hússins út

Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár

Óli Hall, framkvæmdastjóri Food and fun, segir það ánægjulegt að svo margar konur taki þátt í ár. Gagnrýni á hátíðina í fyrra hafi opnað umræðuna. Hann er spenntur að reyna að borða hjá öllum gestakokkunum en fólk þurfi að hafa hraðar hendur ætli það að fá borð. Hátíðin hefst á miðvikudag. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ólög­legt starfs­fólk og skattaóreiða veitinga­staða

Eftirlit Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Skattsins á veitingastöðum höfuðborgarsvæðisins leiddi í ljós að einhverjir veitingastaðir eru með starfsfólk sem eru án réttinda til vinnu hérlendis og sumsstaðar var skattaskilum ábótavant. Á flestum stöðum var vel haldið utan um starfsmannamál, skattskil og brunavarnir.

Innlent
Fréttamynd

Kisurnar fögnuðu af­mælinu með stæl

Kattakaffihúsið, fyrsta og eina kattakaffihús landsins, fagnaði sjö ára afmæli rekstursins síðastliðinn laugardag með pomp og prakt. Margt var um bæði köttinn og manninn.

Lífið
Fréttamynd

Hlý­leg stemmning og ein­stök matarupplifun

Í hjarta Reykjavíkur, á horni Skólavörðustígs og Óðinsgötu er að finna veitingastaðinn Sjávargrillið. Staðurinn er þekktur fyrir að bjóða upp á einstaka matarupplifun þar sem ferskasta hráefni er í forgrunni. Sjávargrillið er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Vilja hval­kjöt af mat­seðlinum

Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga, listamanna og annarra, hafa skrifað undir áskorun sem beinist að veitingamönnum, áskorun þess efnis að þeir taki hvalkjöt af matseðli sínum.

Innlent
Fréttamynd

Bobbingastaður í bobba

Fyrirtækið Hooters of America, sem rekur veitingastaðakeðjuna Hooters, er sagt vinna með lánadrottnum að því að lýsa yfir gjaldþroti á næstu mánuðum.

Viðskipti erlent