Loka Brút og Kaffi Ó-le Loka á veitingastaðnum Brút í Pósthússtræti og kaffihúsinu Ó-le í Hafnarstræti. Staðirnir hafa verið reknir saman. Það staðfestir Ragnar Eiríksson kokkur sem átti Brút með þeim Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni veitingamönnum. Viðskipti innlent 1.9.2025 13:07
Sushi Corner lokar Veitingastaðnum Sushi Corner á Akureyri hefur verið lokað. Viðskipti innlent 1.9.2025 12:12
Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál KFC kynnir nýjan kjúklingaborgara sem byggir á uppskrift Pattýar, Jónu Steinunnar Patriciu Conway, eiginkonu Helga í Góu sem lést árið 2011. Borgarinn verður aðeins til sölu á Íslandi og það í takmarkaðan tíma. Lífið 1.9.2025 11:24
Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Veitingastaðurinn Kaffivagninn opnar aftur í dag fyrir gesti og gangandi eftir gagngerar endurbætur, endurhönnun og endursköpun. Veitingastaðurinn hefur verið lokaður frá því í vor vegna endurbótanna. Veitingastaðurinn opnaði árið 1935 og er elsti starfandi veitingastaður á Íslandi. Viðskipti innlent 20. ágúst 2025 09:49
Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Fyrrverandi samstarfsfélagarnir Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Óttar Ólafsson og Arna McClure funduð saman á Mar Seafood í síðustu viku. Þau voru voru öll viðriðin Namibíumál Samherja en rannsókn héraðssaksóknara á því lauk í síðasta mánuði og er beðið eftir ákvörðun saksóknara um hvort eigi að ákæra í því. Lífið 18. ágúst 2025 15:12
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins. Neytendur 14. ágúst 2025 15:07
Barinn við barinn en gerandinn farinn Lögregla leitar enn að manni sem veitti öðrum manni höfuðhögg á bar við Engihjalla í nótt og flúði svo vettvang. Innlent 12. ágúst 2025 16:28
Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum. Viðskipti erlent 12. ágúst 2025 11:06
Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Nýir eigendur tóku við rekstri Kaffi Laugalækjar í dag. Fráfarandi eigendur hlakka til nýrra verkefna og segja veitingarekstur mikið hugsjónastarf. Nýir eigendur lofa sömu stemningu og fyrr en boða í senn breytingar. Lífið 11. ágúst 2025 20:26
„Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Kraftbar og veitingahús opnar senn í sögufrægu næturlífshúsnæði við Bankastræti fimm. Staðurinn, sem ber nafnið Kabarett, er í senn fjöllistahús og vettvangur fyrir hinar ýmsu listir. Viðskipti innlent 9. ágúst 2025 15:10
Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er orðinn árlegur gestur hér á landi enda sjúkur í góðan mat og veiði. Hann virðist ekki hafa orðið svikinn af heimsókn sinni hingað til lands ef marka má færslu hans á samfélagsmiðlum. Lífið 28. júlí 2025 11:01
Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Lagardère Travel Retail, sem rekur mathöllina Aðalstræti, Bakað kaffihúsin, Loksins Café & Bar, KEF Diner og Sbarro, mun hætta starfsemi sinni á flugvellinum í lok sumars, fyrr en áætlað var. Nýir aðilar munu taka tímabundið við rekstri meðan á undirbúningi nýrra útboða stendur. Viðskipti innlent 27. júlí 2025 17:26
Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Lögreglumenn urðu varir við að íslenska fánanum var flaggað á fánastöng í miðbænum eftir miðnætti. Þar sem ekki náðist í neinn í húsinu var fáninn tekinn niður af lögreglu. Einnig var ökumaður leigubíls stöðvaður fyrir að vera ekki með sýnilegar verðmerkingar og höfð afskipti af fimm veitingastöðum. Innlent 27. júlí 2025 07:47
„Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Viðskiptavinur skyndibitastaðarins Subway í Borgarnesi uppgötvaði á dögunum að hann hafði verið rukkaður um 1969 krónur fyrir tólf tommu bát með engu á. Rekstrarstjóri Subway segir ekki um mistök að ræða. Neytendur 24. júlí 2025 18:58
Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Ábúendur í Flatey lýsa áhyggjum af fyrirhugaðri stækkun Hótels Flateyjar sem hefur óskað eftir að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi á friðlýstu landi. Innlent 24. júlí 2025 11:43
Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Bakaríið Hygge opnaði loks á þriðjudag eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfi. Eigandinn segir það mikið spennufall að fá loks leyfið. Hann er ósáttur með samskiptaleysi yfirvalda. Viðskipti innlent 24. júlí 2025 10:48
„Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig. Innlent 9. júlí 2025 16:32
Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Niðurstöður nýrrar könnunar meðal félagsmanna í Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, sýna að veruleg óánægja ríkir með störf heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík. Viðskipti innlent 9. júlí 2025 12:02
Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Eigendur bakarísins Hygge við Barónsstíg hafa enn ekki fengið rekstrarleyfi afhent en 231 dagur er síðan þeir lögðu fram umsókn. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði veltir því fyrir sér hvort ákvörðun þeirra um að ræða mál sitt opinberlega hafi orðið þeim að falli. Viðskipti innlent 8. júlí 2025 18:43
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Eigendur veitingastaðarins Asks Pizzeria á Egilsstöðum töldu það vera gabb þegar þrír kínverskir fjárfestar sögðust vilja opna með þeim útibú staðarins í Kína. Samstarfið raungerðist, þau eru nú stödd í Kína og segjast enn vera að meðtaka atburðarásina. Viðskipti innlent 7. júlí 2025 16:01
Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Kaffihús Starbucks opnaði á Laugavegi 66 í Reykjavík en um er að ræða fyrsta kaffihús keðjunnar á hér á landi. Til stendur að opna annað í höfuðborginni á næstu vikum. Kaffið er nokkuð ódýrara en gengur og gerist hér á landi með þeim mikilvæga fyrirvara að neytandinn neyðist til að kaupa stærri bolla. Neytendur 4. júlí 2025 12:49
Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Kaffihús Starbucks opnaði í dag í Reykjavík eftir langa bið eftir leyfisveitingu frá Reykjavíkurborg. Þetta er fyrsta kaffihús keðjunnar á Íslandi en til stendur að opna annað í borginni á næstu vikum. Viðskipti innlent 3. júlí 2025 18:12
Litla kaffistofan skellir í lás Laugardaginn næsta, þann 28. júní, verður dyrum hinnar rómuðu Litlu kaffistofu sem hefur um áratugi þjónað vegbúum þjóðarinnar skellt í lás. Kaffihúsið hefur verið rekið nánast sleitulaust frá árinu 1960. Innlent 26. júní 2025 16:26
„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Veitingastaðir KFC í Danmörku opnuðu á nýjan leik í dag þrátt fyrir leyfissviptingu höfuðstöðva KFC í Vestur-Evrópu. Helgi í Góu, eigandi KFC á Íslandi, harmar málið og segir eftirlit með veitingastöðum af allt öðrum toga hér á landi. Viðskipti erlent 26. júní 2025 10:44