Fréttir

Fréttamynd

Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ör­yrkjar í hluta­starfi oft tekju­hærri en fólk í fullu starfi

Með nýju örorkulífeyriskerfi gætu ráðstöfunartekjur einstaklinga á hlutaörorku í mörgum tilfellum orðið hærri en hjá einstaklingi í fullu starfi á sömu launum. Læknir segir ljóst að ef frumvörp um greiðslur TR til örorkulífeyrisþega nái fram að ganga verði heildartekjur öryrkja hærri en laun einstaklinga í fullu starfi. 

Innlent
Fréttamynd

Of­sótt af eltihrelli sem enn gengur laus

Kona sem hefur verið ofsótt af eltihrelli í á annan áratug furðar sig á að hann gangi laus þrátt fyrir að hafa hlotið dóm og brotið gegn skilorði. Hún er ráðþrota í málinu. Við ræðum við hana í kvöldfréttunum Sýnar.

Innlent
Fréttamynd

Móðirin á Edition gengur laus

Kona sem grunuð er um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition-hótelinu í júní getur nú um frjálst höfuð strokið, eftir að hafa verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag. Hún hefur þess í stað verið úrskurðuð í farbann.

Innlent
Fréttamynd

Fjórðungur drekki orkudrykki dag­lega

Í nýrri samantekt á vegum embættis landlæknis segir að rúmur fjórðungur þeirra á aldrinum átján til 34 ára drekki orkudrykki á hverjum degi. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Segir 26 ríki vilja senda her­menn til Úkraínu

Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit.

Erlent
Fréttamynd

Líkur á nýju eld­gosi meiri í seinni hluta septem­ber

Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Í dag hafa um sex til sjö milljónir rúmmetra af kviku safnast undir Svartsengi frá síðasta eldgosi sem hófst í júlí. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að gert sé ráð fyrir að þegar um 12 milljónir rúmmetrar hafi safnast saman aukist líkurnar á nýjum atburði.

Innlent
Fréttamynd

Mátti ekki stöðva fjár­veitingar til Harvard

Alríkisdómari í Boston skipaði í gær ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að skila umfangsmiklum fjárveitingum til Harvard-háskólans, sem ríkisstjórnin hafði fellt úr gildi. Um er að ræða rúma 2,6 milljarða dala fjárveitingar til rannsókna sem Trump svipti skólann vegna deilna við Harvard og aðra háskóla um námskrá, skráningu nemenda og ýmislegt annað.

Erlent
Fréttamynd

„Fáum enn á borð til okkar at­riði sem maður missir hökuna yfir“

Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir mannskæðan bruna á Bræðraborgarstíg fyrir fimm árum enn liggja þungt á slökkviliðsmönnum. Sérstök ráðstefna fór fram á Grand hótel í morgun vegna þessara tímamóta þar sem fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsins, Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar fóru yfir breytingar síðustu fimm ára. 

Innlent
Fréttamynd

Feðgar al­sælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn

Það var merkilegur dagur hjá þeim feðgum, Auðberti Vigfússyni og Vigfúsi Pál Auðbertssyni þriðjudaginn 2. september, því báðir átti þeir afmæli en Auðbert varð þá 85 ára en hann hefur gert út vörubíla í 53 ár og nú er hann að upplifa enn eina stór breytinguna og þróunina, rafmagn, sem orkugjafa í stað olíu. Afhending nýja rafmagnsvörubílsins fór fram hjá fyrirtækinu Landfara í Mosfellsbæ en það má geta þess að fyrst feðgarnir voru á annað borð að kaupa sér rafmagnsvörubíl þá skelltu þeir sér líka á einn nýjan átta hjóla olíubíl í leiðinni. Sem sagt, tveir splunkunýir vörubílar í Vík í Mýrdal.

Innlent
Fréttamynd

Búa sig undir komu her­manna og út­sendara ICE

Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli.

Erlent