Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Einn helsti forystumaður Austfirðinga um áratugaskeið, Sveinn Jónsson, verkfræðingur á Egilsstöðum, hvetur Austfirðinga til að fylkja liði um Fjarðagöng en um leið að sameinast í baráttu um að jarðgöngum milli fjarðanna og Héraðs verði flýtt. Jafnframt hvetur hann til þess að keyptur verði risabor til landsins til að heilbora öll göngin í einu samfelldu verki, en slíkir borar voru notaðir með góðum árangri við Kárahnjúka til að bora virkjanagöng fyrir tveimur áratugum. Innlent 7.12.2025 07:11
Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, biðst afsökunar á ummælum sínum á Alþingi í gær þar sem hún kallaði stjórnarandstöðuna „andskotans pakk“. Hún kveðst vera mannleg eins og annað fólk. Innlent 6.12.2025 12:02
Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á Alþingi í gær. Mikill galsi var í þingmönnum við afgreiðslu frumvarpsins. Innlent 6.12.2025 11:37
Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera að hugleiða framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er sem stendur með hugann við störf sín í landsmálapólitíkinni, meðal annars við samgönguáætlun sem kynnt var í gær. Hann segir áætlunina í raun vera „óskalista“ núverandi ríkistjórnar um hvað sú næsta eigi að gera í samgöngumálum. Innlent 4. desember 2025 09:09
Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Önnur umræða um fjárlög ársins 2026 fer fram í þessari viku. Þótt fjárlögin sjálf séu eitt umfangsmesta stjórnarmál ársins gleymist oft hvernig ferlið virkar og hversu miklu máli nefndarstarfið skiptir þegar kemur að því að móta niðurstöðuna. Skoðun 4. desember 2025 07:16
Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Karólína Helga Símonardóttir, varaþingmaður Viðreisnar, fagnar auknum framlögum til sjúkraflutninga og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni í fjárlögum næsta árs. Hún þekkir það af eigin raun að hver og ein mínúta kann að skipta máli þegar kemur að sjúkraflutningum. Innlent 3. desember 2025 21:58
Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Þingmanni Sjálfstæðisflokksins er verulega brugðið yfir ákvörðun mennta- og barnamálaráðherra um að leysa skólameistara Borgarholtsskóla frá störfum. Hann segir ákvörðun ráðherra hættulega og einkennast af ógnarstjórn. Innlent 3. desember 2025 16:07
Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina einhuga um nýja samgönguáætlun. Ólíkt fyrri ríkisstjórnum ætli þessi að láta verkin tala og ekki boða framkvæmdir sem ekki hafi verið fjármagnaðar. Nýtt innviðafélag marki grunninn að sögulegum tímapunkti fyrir framkvæmdir og fjármögnun slíkra verkefna. Engum sé hyllt Innlent 3. desember 2025 13:56
Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Alls hafa 327 fangar með erlent ríkisfang frá 56 löndum hafið afplánun í fangelsum á Íslandi undanfarin fimm ár. Flestir erlendir fangar á þessu ári, og alls yfir tímabilið, eru pólskir og spænskir ríkisborgarar og yfirgnæfandi meirihluti þeirra erlendu fanga sem afplána á Íslandi sitja inni vegna fíkniefnabrota. Áætlaður meðalkostnaður vegna hvers fanga á dag nemur tæpum 57 þúsund krónum á þessu ári. Innlent 3. desember 2025 08:10
Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Nú er eitt ár liðið frá því að íslensk þjóð kaus sér nýtt fólk til að stýra landinu. Niðurstaðan var hrein stjórnarskipti og við tóku flokkar sem lagt hafa áherslu á að ganga hreint til verka í samhentum takti. Skoðun 3. desember 2025 07:31
Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innviðaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem hann hyggst kynna nýja samgönguáætlun. Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis er búinn að taka ómakið að hluta af innviðaráðherra með því að upplýsa í þingskjali hvaða nýjar vegaframkvæmdir fá grænt ljós á næsta ári. Innlent 2. desember 2025 21:21
„Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra átti í orðaskaki við Vilhjálm Árnason þingmann Sjálfstæðisflokksins um hækkun á erfðafjárskatti í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Báðir uppskáru hlátur þegar þeir skutu hver að öðrum í svörum sínum. Innlent 2. desember 2025 16:54
Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Þingfundadögum hefur verið fjölgað og þingmenn gætu þurft að mæta í vinnuna á laugardögum í desember sökum anna í þinginu fyrir jólafrí. Ákveðið hefur verið að þingfundur verði á föstudaginn sem ekki var gert ráð fyrir í starfsáætlun, auk þess sem fyrstu tveir laugardagarnir í desember verði þingdagar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna seinagang í þingstörfum og kalla eftir því að allar nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir eins fljótt og auðið er svo unnt sé að ræða fjárlög á réttum forsendum. Innlent 2. desember 2025 14:39
Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar til fimm ára, sér ekki tilganginn með fyrirhugaðri ferð fjárlaganefndar Alþingis til Frakklands og Ítalíu í janúar. Allir nefndarmenn samþykktu ferðalagið. Innlent 2. desember 2025 13:41
„Öll kosningaloforð eru svikin“ Önnur umræða um fjárlög hefst á Alþingi eftir hádegi og hafa nokkrar breytingar verið gerðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hafa svikið öll þau loforð sem gefin voru í aðdraganda síðustu kosninga og klúðra sóknarfæri að hallalausum ríkissjóði. Innlent 2. desember 2025 12:02
Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Hundruð milljóna króna renna frá ríkisfyrirtækjum til Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga þeirra á ári hverju. Það sem af er ári hafa ríkisfyrirtæki á borð við Landsbankann og Landsvirkjun greitt 245 milljónir og í fyrra nam upphæðin 244 milljónum. Síðustu fimm ár hafa ríkisfyrirtæki greitt 1,1 milljarða króna fyrir hagsmunagæslu. Viðskipti innlent 2. desember 2025 11:28
Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Önnur umræða um fjárlög næsta árs fer fram á Alþingi í dag. Samkvæmt nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar eru lagðar til breytingar sem fela í sér útgjaldaaukningu upp á 19,6 milljarða frá því sem gert var ráð fyrir þegar frumvarpið var lagt fram. Þá er gert ráð fyrir að tekjur hækki um rúma 7,5 milljarða, meðal annars vegna skattahækkana sem felast í boðuðu afnámi samnýtingar skattþrepa, endurmati á innheimtu erfðafjárskatts og hækkunar skatts á lögaðila. Innlent 2. desember 2025 08:23
Miðflokkurinn áfram á flugi Miðflokkurinn mælist með 19,5 prósenta fylgi og hefur bætt við sig rúmum þremur prósentustigum á mánuði. Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn hér á landi með 31,1 prósenta fylgi. Flestir aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum eða með aðeins minna fylgi en í síðasta mánuði. Innlent 1. desember 2025 17:34
Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Alþingi fagnar 1100 ára afmæli eftir fimm ár og að því tilefni óskar Alþingi eftir hugmyndum um hvernig skuli fagna. Hægt verður að senda inn tillögur rafrænt og verður hægt að senda inn hugmyndir frá og með deginum í dag og til 16. janúar 2026. Innlent 1. desember 2025 08:37
Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Atvinnuvegaráðherra segist enn þeirrar skoðunar að tímabært sé að hætta hvalveiðum. Frumvarp um framtíð veiðanna verði þó líklega ekki lagt fram á þessu þingi líkt og til stóð. Málið sé umfangsmikið og vanda þurfi vel til verka. Innlent 29. nóvember 2025 19:02
Óttast að skógrækt leggist nánast af Alvarleg atlaga er gerð að skógrækt í landinu í frumvarpi umhverfisráðherra sem liggur fyrir á Alþingi, að mati framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands. Hann óttast að skógrækt muni nánast leggjast af vegna kröfu um íþyngjandi umhverfismat. Landeigendur gætu þurft að standa undir tugmilljóna greiðslum. Innlent 29. nóvember 2025 16:32
„Mjög vont fyrir lýðræðislega umræðu“ Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna sem upp er komin á fjölmiðlamarkaði grafalvarlega. Nauðsynlegt sé að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla í þágu lýðræðis í landinu. Innlent 29. nóvember 2025 13:00
Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir það mjög slæmt að hætt verði að sýna kvöldfréttir Sýnar um helgar í næsta mánuði. Um sé að ræða lið í langri þróun og að sporna þurfi gegn henni. Stjórnvöld þurfi að koma þar að en einnig þurfi hugarfarsbreytingu hjá almenningi. Innlent 28. nóvember 2025 14:46
Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ríflega einn af hverjum fimm erlendum sérfræðingum sem hafa notið sérstakra skattafríðinda á grundvelli reglugerðar frá 2017 eru íslenskir ríkisborgarar sem fluttu aftur til Íslands eftir dvöl erlendis. Innlent 26. nóvember 2025 07:45