Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Veiði­maðurinn leiðir á Opna breska

Bandaríkjamaðurinn Brian Harman hefur verið á mikilli siglingu á Opna breska meistaramótinu í golfi á öðrum degi. Hann er með eins höggs forystu á næstu menn.

Golf
Fréttamynd

Munkur slær í gegn á Opna breska

Eftir fyrsta daginn á Opna breska meistaramótinu í golfi er nafn ofarlega á lista yfir efstu menn sem fáir kannast við. Sadom Kaewkanjana er nafnið en árið 2023 tók hann sé óvænt hlé frá golfíþróttinni og gekk í klaustur.

Golf
Fréttamynd

„Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vand­ræða“

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur, segir kjöraðstæður á golfvelli bæjarins þar sem meistaramót hófst í dag, degi á eftir áætlun. Enn eitt eldgosið hafi engin áhrif enda völlurinn ekki lengur á hættusvæði. Kylfingar lentu ekki í neinum vandræðum þrátt fyrir að vegurinn að vellinum sé lokaður. 

Golf
Fréttamynd

Dani og Kín­verji leiða á Opna breska

Daninn Jacob Skov Olesen og Kínverjinn Li Haotong leiða Opna breska meistaramótið í golfi um miðjan dag. Báðir hafa lokið fyrsta hring á fjórum undir pari vallar.

Golf
Fréttamynd

Grænt ljós á golf­mótið þrátt fyrir gos

Grindvískir kylfingar eru að sögn orðnir öllu vanir þegar kemur að glímunni við náttúruöflin. Þeir urðu að vísu að játa sig sigraða í dag og fresta fyrirhuguðu meistaramóti en ætla ekki að láta deigan síga og hefja leik á morgun.

Golf
Fréttamynd

Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory

Golfklúbburinn Oddur opnaði formlega í gær nýja púttaðstöðu sem mun lengja tímabil kylfinga talsvert mikið enda vonast til þess að hægt verði að pútta þar meira og minna allt árið.

Sport
Fréttamynd

„Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolin­mæði“

Ragnhildur Kristinsdóttir nýtti reynsluna af vondu veðurfari hér á landi til að tryggja sér sigur á Ladies European Tour Access golfmóti, fyrst íslenskra kvenna. Ragnhildur endurhugsaði sinn leik síðasta vetur, hefur spilað stórkostlega í sumar og er í góðum séns á að komast áfram á LET mótaröðina á næsta ári.

Golf