Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segist ekki muna eftir at­burðunum

Karlmaður á sextugsaldri sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps, með því að ráðsast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði, sagðist ekki muna eftir atvikinu sem málið varðar þegar það var þingfest í Héraðsdómi Austurlands í vikunni. Hann neitaði sök, og til vara fór lögmaður hans fram á að honum yrði ekki refsað þar sem hann hafi ekki stjórnað gjörðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Sak­leysi dætranna hafi gufað upp

Mæður á Akureyri sem kærðu mann fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára dætrum þeirra segjast hafa misst alla trú á kerfinu eftir að málinu var vísað frá af tveimur saksóknaraembættum. Framburðir stúlknanna í málinu voru ekki metnir nægilega samhljóma. Um svipað leyti og hin meintu brot áttu sér stað var maðurinn gripinn með barnaníðsefni í fórum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með á­verkana

Kona sem kom mikið særð inn á bráðmóttöku Landspítalans þann 10. nóvember og sagði Kristján Markús Sívarsson hafa veitt sér áverkana hefur breytt framburði sínum. Nú segir hún Kristján Markús ekki hafa veitt sér alla áverkana, og í raun hefði hún átt upptök að átökum þeirra á milli.

Innlent
Fréttamynd

Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum

Ymur Art Runólfsson, sem hét áður Sigtryggur Máni, hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að myrða móður sína á heimili hennar í Breiðholti í október síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað

Karlmaður hefur hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot fyrir að veitast að barni á veitingastað í Mosfellsbæ. Hann hélt því fram fyrir dómi að milda ætti refsingu hans vegna þess að barnið hafi átt upptök að átökunum.

Innlent
Fréttamynd

Tjáði sig um of­beldi sonarins fyrir and­látið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma ná­lægt mér aftur“

Kona á sjötugsaldri tjáði sig í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu 1. nóvember 2022 um ofbeldi af hálfu sonar hennar, sem er á fertugsaldri,  sem hafði þá verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brotið. Konan lést í október síðastliðnum en í síðustu viku var greint frá því að sonurinn hefði verið ákærður fyrir að verða henni að bana.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir til­raun til manndráps á Vopna­firði

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri.

Innlent
Fréttamynd

Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar

Landsréttur hefur fellt úrskurð héraðsdómarans Jónasar Jóhannssonar, um að hann víki sjálfur sæti í ærumeiðingamáli Margrétar Friðriksdóttur ritstjóra, úr gildi. Margrét sætir ákæru fyrir að hafa meðal annars kallað annan héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur „lausláta mellu“. Allir dómarar þess dómstóls höfðu áður vikið sæti í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði að kveikja í sam­býlis­konu og stjúpsyni

Karlmaður hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta að kveikja í sambýliskonu sinni og stjúpsyni í herbergi í Reykjanesbæ, þar sem hann geymdi bensínbrúsa. Fyrir dómi kvaðst hann hafa verið á slæmum stað andlega eftir að hafa flúið stríðsástand í heimalandi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Af­henda dóms­mála­ráð­herra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku

Jón Ármann Steinsson bókaútgefandi vinnur nú að því, ásamt Sigurð Björgvini, að taka saman niðurstöður rannsóknar þeirra á því hver hafi myrt Geirfinn Einarsson 19. nóvember 1974. Niðurstöðurnar, og ýmis skjöl, verða afhent dómsmálaráðherra í næstu viku. Jón Ármann fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn á­kærður fyrir van­rækslu

Karlmaður hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir að brot á lögum um útlendinga með því að hafa flutt barnungan frænda sinn hingað til lands. Þeir njóta nú báðir alþjóðlegrar verndar hér á landi. Faðir drengsins var sömuleiðis ákærður fyrir að vanrækja drenginn með því að senda hann til Grikklands, þaðan til Svíþjóðar og loks til Íslands. Í skýrslutökum lýsti drengurinn illri meðferð á ferðalaginu, sem tók nokkur ár.

Innlent
Fréttamynd

Ógeðfelldum að­ferðum lýst í á­kæru á hendur þremur

Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir alvarlega frelsissviptingu í Vatnagörðum í Reykjavík í janúar árið 2023. Mönnunum er gefið að sök að hafa beitt fórnarlamb sitt hrottalegu ofbeldi, líkamlegu sem og kynferðislegu. Einn mannanna er til að mynda ákærður fyrir að reka rassinn ítrekað í andlit fórnarlambsins og segja við það „sleiktu þetta“ og „kysstann“.

Innlent
Fréttamynd

Dóms­málaráðherra fundar með Sig­ríði og Helga Magnúsi

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur látið það verða eitt sitt fyrsta verkefni í ráðuneytinu að reyna að komast til botns í ágreiningi Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara.

Innlent