Telur „afar líklegt“ að Síldarvinnslan muni ná að standa við afkomuspá sína Tekjur og afkoma Síldarvinnslunnar á öðrum fjórðungi var talsvert yfir væntingum en útistandandi spá félagsins um 78 til 84 milljóna dala rekstrarhagnað helst óbreytt. Greinandi telur „afar líklegt“ að Síldarvinnslan nái því markmiði, og jafnvel gott betur. Innherjamolar 1.9.2025 12:49
Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Hugrún Halldórsdóttir útvarpskona er hætt störfum hjá Bylgjunni þar sem hún hefur verið í hópi umsjónarmanna þáttarins Reykjavík síðdegis. Lífið 1.9.2025 11:11
Kaldbakur hagnast um 2,6 milljarða en segir „krefjandi aðstæður“ framundan Félagið Kaldbakur, sem heldur utan um fjárfestingareignir sem áður voru í eigu Samherja, skilaði um 2,3 milljarða króna hagnaði í fyrra, talsvert minna en árið áður. Forstjóri Kaldbaks segir „krefjandi aðstæður“ framundan hjá fyrirtækjum sem þjónusta sjávarútveginn og þess sjáist nú þegar merki í samdrætti í pöntunum þeirra. Innherji 1.9.2025 10:48
Veikar hagvaxtartölur afhjúpa áhættuna við Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans Innherji 31.8.2025 12:24
Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólga hjaðnaði þvert á spár viðskiptabanka. Hagfræðingur segir þetta ánægjuleg tíðindi en telur að stýrivextir verði samt sem áður ekki lækkaðir frekar á árinu. Viðskipti innlent 28. ágúst 2025 11:31
Hækka verðmatið á ISB sem hefur mikið svigrúm til að lækka eiginfjárhlutfallið Afkoma Íslandsbanka á öðrum fjórðungi var umfram væntingar og hafa sumir greinendur því núna uppfært verðmat sitt á bankanum, jafnframt því að ráðleggja fjárfestum að halda í bréfin. Bankinn hefur yfir að ráða miklu umfram eigin fé, sem hann er núna meðal annars að skila til hluthafa með endurkaupum, og ljóst að stjórnendur geta lækkað eiginfjárhlutfallið verulega á ýmsa vegu. Innherjamolar 28. ágúst 2025 11:31
Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Mál lögreglu um þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ telst upplýst. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur játað sök en fleiri eru með réttarstöðu sakborninga en enginn situr í gæsluvarðhaldi. Hraðbankinn fannst lasakaður en enn voru milljónirnar 22 þar inni. Innlent 27. ágúst 2025 19:00
Hraðbankaþjófur játar sök Karlmaður á fimmtugsaldri, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ í síðustu viku, hefur játað sök og hefur hann verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu til 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27. ágúst 2025 16:06
Fjármagn streymdi í blandaða fjárfestingasjóði í síðasta mánuði Á meðan áhugaleysi fjárfesta á því að beina fjármagni sínu í hlutabréfasjóði hélt áfram um mitt sumarið þá varð snarpur viðsnúningur í innflæði í blandaða sjóði. Innherjamolar 27. ágúst 2025 16:06
Festi á siglingu en lækkun á gengi krónunnar „gæti hægt á ferðinni“ Gott uppgjör hjá Festi á öðrum fjórðungi, þar sem félagið naut meðal annars góðs af sterku gengi krónunnar og lægra olíuverði, hefur leitt til þess að virðismat á smásölurisanum hefur verið hækkað nokkuð, samkvæmt nýrri greiningu. Innherjamolar 27. ágúst 2025 15:28
Afkoman undir væntingum en stjórnendur „nokkuð ánægðir“ vegna mikillar óvissu Tekjur og rekstrarhagnaður Eimskips voru nokkuð undir væntingum á öðrum fjórðungi en stjórnendur félagsins segjast samt vera ánægðir með afkomuna með hliðsjón af óvissu og sviptingum á alþjóðamörkuðum. Innherjamolar 27. ágúst 2025 14:55
Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Hraðbankinn sem hvarf úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum fannst við hitaveitutanka á Hólmsheiði síðdegis í gær samkvæmt heimildum fréttastofu. Peningarnir voru enn í honum; alls tuttugu og tvær milljónir króna. Innlent 26. ágúst 2025 19:03
Fækkað í framkvæmdastjórn Eikar með uppstokkun á skipuriti félagsins Eik hefur tekið upp nýtt skipurit samhliða umtalsverðri uppstokkun á stjórnendateymi fasteignafélagsins, meðal annars með fækkun í framkvæmdastjórn, en þær eru gerðar liðlega fjórum mánuðum eftir að Hreiðar Már Hermannsson tók við sem forstjóri félagsins í vor. Innherjamolar 26. ágúst 2025 17:07
Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fundið hraðbanka Íslandsbanka sem stolið var úr verslunarkjarna í Mosfellsbæ á dögunum. Ásamt hraðbankanum hefur lögreglan endurheimt 22 milljónir króna. Innlent 26. ágúst 2025 14:39
Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Fasteignafélagið Heimar og Smáralind hafa skrifað undir samning við þrettán veitingaaðila um opnun veitingastaða á nýju veitingasvæði í austurenda Smáralindar sem opnar í haust. Viðskipti innlent 26. ágúst 2025 14:19
Greinendur búast ekki við að verðbólgan hjaðni á nýjan leik fyrr en í lok ársins Útlit er fyrir að tólf mánaða verðbólgan muni haldast á sömu slóðum í kringum fjögur prósent þegar ný mæling birtist í vikunni, samkvæmt meðalspá sex greinenda, en sögulega séð hefur verið afar lítill breytileiki í verðbólgumælingu ágústmánaðar. Verðbólgan mun í kjölfarið fara hækkandi á næstu mánuðum þótt bráðabirgðaspár hagfræðinga séu á talsvert breiðu bili. Innherjamolar 26. ágúst 2025 11:48
Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Fyrsta stiklan fyrir aðra seríu grínþáttanna Bannað að hlæja er komin á Vísi. Í þáttunum býður Auðunn Blöndal 25 fyndnum einstaklingum í fimm ólík matarboð og kemst einn áfram í hverjum þætti í lokamatarboð. Eina reglan er: það er bannað að hlæja. Lífið 26. ágúst 2025 11:15
Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var samþykktur í dag. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi var 66 milljónir krónur. Viðskipti innlent 25. ágúst 2025 21:57
Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Flugfélagið Fly Play hf. hefur lokið við útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára en umframeftirspurn var eftir bréfunum. Fjórar vélar verða starfræktar frá Íslandi í vetur, undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Viðskipti innlent 25. ágúst 2025 17:31
Viðsnúningur í óverðtryggðum íbúðalánum eftir innkomu Kviku á markaðinn Eftir langt tímabil þar sem heimilin hafa stöðugt verið að greiða upp óverðtryggð lán með veði í íbúð þá varð viðsnúningur í liðnum mánuði þegar þau jukust í fyrsta sinn í nærri þrjú ár. Áfram heldur að hægja nokkuð á lánavexti atvinnufyrirtækja en þau eru sömuleiðis hætt að sækja í verðtryggða fjármögnun. Innherjamolar 25. ágúst 2025 17:26
Metaðsókn og söfnunarmet slegið Metaðsókn var í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fór fram á laugardaginn. Skráðir þátttakendur voru 17.786, sem eru rúmlega þrjú þúsund fleiri en á síðasta ári. Þegar þetta er ritað hafa safnast yfir 321 milljónir, og er það söfnunarmet. Enn er hægt að heita á hlaupara fram á miðnætti. Innlent 24. ágúst 2025 23:28
Gengi JBTM nálgast hæstu hæðir og greinendur hækka verðmat sitt á félaginu Hlutabréfaverð JBT Marel hefur sjaldan verið hærra eftir miklar hækkanir að undanförnu í kjölfar góðrar niðurstöðu á öðrum fjórðungi og aukinnar bjartsýni fjárfesta um vaxtalækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna. Greinendur hafa nýlega uppfært verðmat sitt á félaginu og ráðlagt fjárfestum að bæta við sig bréfum. Innherjamolar 24. ágúst 2025 12:49
Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Þáttastjórnendum útvarpsstöðvarinnar X977 hefur verið sagt upp. Útvarpsstjóri Sýnar segir að um sé að ræða dagskrárbreytingar. Innlent 22. ágúst 2025 14:23
Vægi heimila meðal eigenda hlutabréfasjóða ekki minna frá því fyrir faraldur Hlutfallslegt vægi heimila meðal fjárfesta sem eiga hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum hefur farið stöðugt lækkandi á undanförnum árum og hefur núna ekki verið minna frá því fyrir heimsfaraldur. Innherjamolar 22. ágúst 2025 14:21
Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. Innlent 22. ágúst 2025 13:23