Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Tveir eru látnir eftir að Rússlandsher gerði eldflaugaárás á athafnasvæði danskra samtaka nærri Tsjerníhív í Úkraínu þar sem starfsfólk var að aftengja jarðsprengjur. Erlent 4.9.2025 19:48
Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Tala látinna er komin yfir tvö þúsund eftir að gríðarstór skjálfti reið yfir í Afganistan. Erfitt er að koma neyðaraðstoð á svæðið. Erlent 4.9.2025 18:20
Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Leiðtogar 25 ríkja í Evrópu og Kanada hafa samþykkt að senda hermenn til Úkraínu og fleiri ríki hafi samþykkt að taka þátt í einhverskonar öryggistryggingu handa Úkraínumönnum, eftir að endir verður bundinn á innrás Rússa. Hvernig þær tryggingar myndu líta út liggur ekki fyrir og verður útlistað betur seinna meir en Bandaríkjamenn eru sagðir ætla að koma að því með stuðningu úr lofti og aðstoð við eftirlit. Erlent 4.9.2025 16:00
Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við hæstarétt að tollar Trumps verði teknir þar fyrir eins fljótt og mögulegt sé. Dómarar á lægra dómstigi komust nýverið að þeirri niðurstöðu að flestir af þeim umfangsmiklu tollum sem Trump hefur beitt, séu ólöglegir. Erlent 4.9.2025 10:09
Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Lundúnalögreglan handtók Graham Linehan, grínista sem er þekktastur fyrir að skrifa sjónvarpsþættina „Father Ted“ og „The IT Crowd“, fyrir að æsa til ofbeldis gegn trans fólki á netinu. Linehan hafði hvatt fylgjendur sína til þess að kýla trans konur. Erlent 4.9.2025 09:06
Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Ríkisþing Texas hefur samþykkt ný lög sem gera öllum íbúum ríkisins kleift að höfða mál gegn framleiðendum og dreifingaraðilum þungunarrofslyfja, hvort sem um er að ræða lækna eða flutningsfyrirtæki. Erlent 4.9.2025 08:40
Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Hópur kvenna sem varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu athafnamannsins Jeffrey Epstein vinnur nú að lista yfir vini hans og kunningja, og aðra sem hann umgekkst mikið. Erlent 4.9.2025 07:50
Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Rauða blokk mið- og vinstriflokka í Noregi er með forskot á þá bláu þegar innan við vika er í þingkosningar. Staðan eftir kosningar gæti orðin snúin. Verkamannaflokkurinn gæti þurft að semja við allt að fjóra minni flokka og deilur um forsætisráðherrastólinn gætu hafist ef hægriflokkarnir bera sigur úr býtum. Erlent 4.9.2025 07:02
Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja að Ísraelsmenn myndu fara yfir „rauða línu“ ef þeir innlimuðu Vesturbakkann. Þá myndi það gera út um möguleikann á svokallaðri „tveggja ríkja lausn“ á deilu Ísrael og Palestínumanna. Erlent 4.9.2025 07:01
Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Stjórnvöld í Portúgal hafa lýst yfir þjóðarsorg en að minnsta kosti fimmtán létust þegar kláfferjan Elevador da Glória í Lissabon fór út af sporinu og skall utan í byggingu. Erlent 4.9.2025 06:30
Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Hljóðnemi sem kveikt var á tók upp stutt samtal Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Xi Jinping forseta Kína þar sem þeir ræddu um það að líffæragjöf gæti einn daginn veitt ódauðleika á stærðarinnar hersýningunni sem fór fram í Peking í dag. Erlent 3.9.2025 23:19
„Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir „furðuutanríkisstefnu“ Bandaríkjaforseta hafa rekið Indverja í fangið á Kínverjum. Nýlegur fundur leiðtoga Rússlands, Kína, Indlands og fleiri ríkja í Tianjin og stærðarhersýning beint í kjölfarið sé vottur um vaxandi spennu í heiminum. Erlent 3.9.2025 22:43
Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Fimmtán hið minnsta eru látin og átján slösuð eftir að hinn frægi Gloria-kláfur í Lissabon í Portúgal fór út af sporinu og skall á byggingu. Fimm hinna slösuðu eru sögð alvarlega slösuð og hin þrettán, þeirra á meðal barn, eru sögð hafa hlotið minniháttar áverka. Erlent 3.9.2025 20:03
Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Ráðamenn í Flórída ætla sér að fella niður alla bólusetningarskyldu í skólum ríkisins og á öðrum vettvangi þar sem hún er í gildi á vegum ríkisins. Joseph A. Ladapo , heilbrigðisráðherra Flórída, líkti bólusetningar skyldu í dag við þrælahald. Erlent 3.9.2025 17:06
Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Ráðamenn í Rússlandi hafa framlengt lokun á stóru svæði undan ströndum eyjaklasans Novaya Zemlya. Þar eru vísindamenn taldir vinna að þróun nýrrar stýriflaugar sem er knúin af kjarnorku og getur borið kjarnorkuvopn. Erlent 3.9.2025 16:02
Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. Erlent 3.9.2025 14:22
Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er nú staddur í Kína þar sem hann hefur fundað með öðrum þjóðarleiðtogum og þá helst þeim Xi Jinpin og Vladimír Pútín, forsetum Kína og Rússlands. Kim tók dóttur sína, Kim Ju Ae með sér til Kína, sem sérfræðingar segja benda til þess að hann sjái hana sem erfingja sinn. Erlent 3.9.2025 11:13
Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela. Erlent 3.9.2025 10:01
Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Elísabet II Englandsdrottning var á móti Brexit og vildi vera áfram innan Evrópusambandsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Valentine Low, sem fjallaði um konungsfjölskylduna fyrir The Times. Erlent 3.9.2025 07:47
Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl „Mannkynið stendur í dag frammi fyrir valinu milli friðar eða stríðs, samtals eða átaka, ávinnings eða taps beggja aðila,“ sagði Xi Jinping, forseti Kína, þegar hann ávarpaði 50 þúsund manns á Torgi hins himneska friðar í gær. Erlent 3.9.2025 06:58
Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast. Erlent 2.9.2025 17:33
Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Stjórnendur sundlaugar í Oulu í Finnlandi fullyrða að enginn „raðsundlaugakúkari“ hafi vísvitandi og ítrekað kúkað í laugina í sumar. Bæjaryfirvöld kærðu athæfið til lögreglu en nú er talið að í nokkrum tilfellum hafi ekki verið um kúk að ræða heldur blautan pappa. Erlent 2.9.2025 15:19
Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseta, hafi brotið lög þegar hann notaði landgönguliða og meðlimi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til almennrar löggæslu í Los Angeles fyrr í sumar. Rúmir tveir mánuðir eru síðan Trump sendi hermennina með því markmiði að kveða niður mótmæli vegna umdeildra aðgerða útsendara landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Erlent 2.9.2025 15:16
„Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Vladimír Pútín og Xi Jinping, forsetar Rússlands og Kína, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli ríkjanna. Undirskriftin þykir til marks um sterkari tengsl ríkjanna en hún varpar í senn ljósi á yfirburðastöðu Kínverja gagnvart Rússum. Erlent 2.9.2025 14:12