Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ísraels­her réðst á sjúkra­hús

Ísraelsher gerði árás á sjúkrahús á Gasaströndinni og er það nú ónothæft. Enginn lést í árásinni en hundruðir sjúklinga og særðra þurftu að flýja um miðja nótt.

Erlent
Fréttamynd

Menendez bræðurnir nær frelsinu

Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum samþykkti í gær að halda í næstu viku réttarhöld um það hvort breyta eigi dómi Menendez bræðranna. Lyle og Erik Menendez gætu því mögulega gengið lausir á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa

Skjótasta leiðin til að koma á vopnahléi í Úkraínu er að verða við kröfum Rússa og leyfa þeim að taka yfir stjórn fjögurra héraða í Úkraínu. Þetta sagði Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, við forsetann bandaríska eftir fund hans með rússneskum erindreka í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Telja mögu­legt að dular­fullar bækur frá mið­öldum tengist Ís­landi

Tilteknar miðaldabækur frá norðausturhluta Frakklands er lýst sem „dularfullum“ í umfjöllun New York Times vegna þess að fræðimenn áttu ansi erfitt með að segja til um hvers konar skinn var notað til að binda þær inn. Rannsókn hefur leitt í ljós að þær hafi líklega komið frá Skandinavíu, Skotlandi, Íslandi eða Grænlandi.

Erlent
Fréttamynd

Sex látnir eftir að þyrla brot­lenti í New York

Sex eru látnir eftir að þyrla brotlenti í Hudson-á í New York. Þrír fullorðnir og þrjú börn voru um borð. Eric Adams, borgarstjóri New York-borgar, segir að um hafi verið að ræða spænska ferðamenn. Fimm manna fjölskylda og flugmaður þyrlunnar séu öll látin. 

Erlent
Fréttamynd

Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum

Ógnarúlfur sem dó út fyrir um tíu þúsund árum er sagður risinn upp frá dauðum. Vísindamenn líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences frá Dallas segja þetta í fyrsta sinn sem útrýmingu tegundar er snúið við með góðum árangri.

Erlent
Fréttamynd

Máttu ekki banna frétta­menn AP

Bandarískur dómari hefur skipað stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að veita AP fréttaveitunni aðgang að viðburðum og blaðamannafundum forsetans. Þeim var meinaður aðgangur fyrir að kalla ekki Mexíkóflóa Ameríkuflóa líkt og forsetinn vill.

Erlent
Fréttamynd

Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum

Elon Musk, auðugasti maður heims og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kallaði Peter Navarro, einn helsta ráðgjafa forsetans í tollamálum, „heimskari en múrsteinahrúgu“ í færslu á X

Erlent
Fréttamynd

Segjast hafa hand­samað Kín­verja sem börðust með Rússum

Forseti Úkraínu segir að tveir kínverskir ríkisborgarar sem börðust í rússneska hernum hafi verið teknir höndum í austanverðri Úkraínu. Vísbendingar séu um að fleiri Kínverjar leynist í innrásarliðinu. Úkraínsk stjórnvöld krefji nú Kínverja svara um mennina.

Erlent