Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífur­lega dýr­mætt fyrir KR“

Þau stóru tíðindi bárust úr her­búðum KR í gær að þaul­reyndi at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn Arnór Ingvi Trausta­son væri orðinn leik­maður liðsins. Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálfari KR, gleðst yfir því að fá svo stóran prófíl inn í leik­manna­hóp sinn. Arnór muni koma með gæði að borðinu innan vallar hjá KR en Óskar er ekki síður spenntur fyrir því sem hann getur gert fyrir félagið utan vallar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnór Ingvi orðinn leik­maður KR

Þaulreyndi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Ingvi Traustason er orðinn leikmaður KR og skrifar undir samning í Vesturbænum út tímabilið 2028. Þetta staðfestir félagið í tilkynningu á samfélagsmiðlum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Elías mættur til meistaranna

Íslandsmeistarar Víkings fengu risastóran jólapakka í dag því þeir hafa samið við sóknarmanninn Elías Má Ómarsson og gildir samningurinn til næstu þriggja ára.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Segir fjórðung í bók Óla ó­sannan

Enski framherjinn Gary Martin, sem lék undir stjórn Ólafs Jóhannessonar um skamma hríð hjá Val hér á landi, skaut létt á fyrrum stjóra sinn á samfélagsmiðlum í gær. Hann hafði þá fengið nýútgefna bók um Óla í hendurnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjórir frá hjá Blikum á morgun

Danski framherjinn Tobias Thomsen er ekki með leikmannahópi Breiðabliks sem spilar við Strasbourg í Frakklandi í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Hann hefur samið við danskt félag og tekur ekki þátt í verkefninu. Þrír Blikar eru þá meiddir.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri

Íslandsmeistarar Víkings unnu 5-2 sigur gegn Leikni í Breiðholtinu í kvöld, í fyrsta leik Reykjavíkurmóts karla í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörk Víkinga og hinn 16 ára Þorri Ingólfsson var aftur á skotskónum.

Íslenski boltinn