Innlent

Framvísaði fölsuðu vegabréfi

Tvítugur Frakki var, Í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi við komu til landsins á aðfangadag. Vegabréfið var falsað frá grunni sem þykir sjaldséð. Maðurinn sem er franskur ríkisborgari og með dvalarleyfi í Danmörku þóttist vera frá Gíneu og sótti um hæli hér á landi en móðir hans er frá Gíneu. Ákæruvaldið telur manninn hafa framvísað falsaða vegabréfinu í þeim tilgangi að kanna hvort landamæraeftirlitið myndi uppgötva að það væri falsað. Þar sem maðurinn hefur franskt vegabréf og dvalarleyfi í Danmörku á ekki að vera nokkurt mál fyrir að komast til Íslands á eigin vegabréfi. Sækjandi málsins, segist telja að maðurinn hafi verið að prufukeyra vegabréfsframleiðslu skipulagðrar glæpastarfsemi. Hann segir ljóst að vegabréfin væru gerð í fullkomnum tækjum. Maðurinn segir annan mann í Danmörku hafa beðið sig að framvísa vegabréfinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×