Innlent

Gerir athugasemd við geðrannsóknin

Hákon Eydal, sem varð Sri Rahmawati að bana, hefur hætt við að fara fram á að dómskvaddir matsmenn geri aðra geðrannsókn á honum en hann er að hluta til ósáttur við þá geðrannsókn sem gerð hefur verið. Milliþinghald var í málinu gegn honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í stað þess að farið væri fram á aðra geðrannsókn voru gerðar athugasemdir við rannsóknina sem fyrir liggur. Hákon er ekki sáttur við suma þætti rannsóknarinnar, rangt sé farið með sumt og í öðru gæti ónákvæmni. Meðal annars er hann ósáttur við þann hluta er lýtur að vímuefnaneyslu hans og segir engar forsendur vera fyrir þeirri niðurstöðu sem geðlæknirinn komst að. Eins gerir verjandi Hákonar athugasemd við að úr geðrannsókninni komi endanleg niðurstaða. Hákon er sagður sakhæfur en verjandi hans segir slíkt vera lögfræðilegt mat og dómsins að meta út frá geðrannsókninni. Aðalmeðferð í málinu verður 4. mars næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×