Pólitísk endalok Ingibjargar? 25. janúar 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir mögulegt að hún hætti í stjórnmálum bíði hún ósigur fyrir Össuri Skarphéðinssyni í formannskosningu í Samfylkingunni. Hún segir að komið sé að hugmyndafræðilegri endurnýjun í flokknum. Kosningin milli Ingibjargar og Össurar í formannsstól Samfylkingarinnar hefst eftir þrjá mánuði en niðurstöðurnar verða tilkynntar á landsfundi flokksins mánuði seinna. Það stefnir í fjögurra mánaða kosningabaráttu. Bæði hafa þau lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á varaformannsstólnum. Líkur er á að kosningin snúist um pólitískt líf beggja frambjóðenda. Tveir flokksmenn hafa á síðustu dögum gagnrýnt Össur, sagt að fáir sæju hann fyrir sér sem forsætisráðherra og að ólíklegt væri að honum tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn. Össur kallaði þessar árásir grófari en frá andstæðingum sínum í pólitík. Hann hafnaði viðtali í dag. Ingibjörg segir fólki verða að vera frjálst að tjá skoðanir sínar og telur ekki að það sem flokksmennirnir sögðu hafi verið ómálefnalegt. Spurð hvort svona löng kosningabarátta muni ekki skaða flokkinn segir Ingibjörg að það sé enginn fjögurra mánaða slagur í uppsiglingu. Flokksmenn hafi enda fullan þroska til að fara í gegnum kosningarnar. Ingibjörg neitar því ekki að Össur hafi greiðari aðgang að fjölmiðlum sem formaður flokksins og þingmaður. Hún segist þó hafa þá trú að flokksmenn horfi til verkanna og hvaða menn þau hafi að geyma. Ingibjörg segir að komið sé að hugmyndalegri endurnýjun hjá flokknum þótt Össur hafi vissulega unnið gott verk í þágu flokksins. Það verði að ákvarðast núna hver eigi að leiða flokkinn í næstu kosningum, ekki korteri fyrir kosningar. Ingibjörg segir að stjórnmálaflokkarnir hafi að mörgu leyti haltrað á eftir mörgum opinberum stofnunum og viðskiptalífinu í ákveðinni hugmyndafræðilegri endurnýjun, vinnubrögðum og hvernig menn taki á stefnumótun. „Ég tel löngu tímabært að flokkarnir taki sig taki í þeim efnum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir koma til greina að hætta í stjórnmálum ef Össur sigrar í kosningunni. Það sé engin goðgá fyrir hana að fara út úr pólitík því hún hafi lagt þar heilmikið af mörkum eftir að hafa verið í stjórnmálum í 23 ár. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir mögulegt að hún hætti í stjórnmálum bíði hún ósigur fyrir Össuri Skarphéðinssyni í formannskosningu í Samfylkingunni. Hún segir að komið sé að hugmyndafræðilegri endurnýjun í flokknum. Kosningin milli Ingibjargar og Össurar í formannsstól Samfylkingarinnar hefst eftir þrjá mánuði en niðurstöðurnar verða tilkynntar á landsfundi flokksins mánuði seinna. Það stefnir í fjögurra mánaða kosningabaráttu. Bæði hafa þau lýst því yfir að þau hafi ekki áhuga á varaformannsstólnum. Líkur er á að kosningin snúist um pólitískt líf beggja frambjóðenda. Tveir flokksmenn hafa á síðustu dögum gagnrýnt Össur, sagt að fáir sæju hann fyrir sér sem forsætisráðherra og að ólíklegt væri að honum tækist að koma Samfylkingunni í ríkisstjórn. Össur kallaði þessar árásir grófari en frá andstæðingum sínum í pólitík. Hann hafnaði viðtali í dag. Ingibjörg segir fólki verða að vera frjálst að tjá skoðanir sínar og telur ekki að það sem flokksmennirnir sögðu hafi verið ómálefnalegt. Spurð hvort svona löng kosningabarátta muni ekki skaða flokkinn segir Ingibjörg að það sé enginn fjögurra mánaða slagur í uppsiglingu. Flokksmenn hafi enda fullan þroska til að fara í gegnum kosningarnar. Ingibjörg neitar því ekki að Össur hafi greiðari aðgang að fjölmiðlum sem formaður flokksins og þingmaður. Hún segist þó hafa þá trú að flokksmenn horfi til verkanna og hvaða menn þau hafi að geyma. Ingibjörg segir að komið sé að hugmyndalegri endurnýjun hjá flokknum þótt Össur hafi vissulega unnið gott verk í þágu flokksins. Það verði að ákvarðast núna hver eigi að leiða flokkinn í næstu kosningum, ekki korteri fyrir kosningar. Ingibjörg segir að stjórnmálaflokkarnir hafi að mörgu leyti haltrað á eftir mörgum opinberum stofnunum og viðskiptalífinu í ákveðinni hugmyndafræðilegri endurnýjun, vinnubrögðum og hvernig menn taki á stefnumótun. „Ég tel löngu tímabært að flokkarnir taki sig taki í þeim efnum,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg segir koma til greina að hætta í stjórnmálum ef Össur sigrar í kosningunni. Það sé engin goðgá fyrir hana að fara út úr pólitík því hún hafi lagt þar heilmikið af mörkum eftir að hafa verið í stjórnmálum í 23 ár.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira