Viðskipti innlent

Tenging rafrænna viðskipta

Síminn hefur sett á markað nýja lausn, svokallaða „Viðskiptamiðju, sem er virðisaukandi þjónusta ofan á IP-net Símans. Lausnin hentar sérstaklega þeim fyrirtækjum sem þurfa að tengjast öðrum fyrirtækjum, stórum sem smáum, í rafrænum viðskiptum, að því er segir í tilkynningu. Viðskiptamiðja gerir fyrirtækjum kleift að senda viðskiptaskjöl á milli viðskiptakerfa með einföldum, öruggum og áreiðanlegum hætti og án handvirkrar skráningar á hverjum stað, að því er segir í tilkynningunni. Lausnin byggist á skeytamiðju frá Webmethods og hugbúnaði sem staðsettur er hjá viðskiptavini. Lausnin er með vefviðmót (e. webportal) þar sem notendur geta fylgst með stöðu skeytisins og framkvæmt ýmsar aðgerðir. Með frekari þróun í huga hefur Síminn áhuga á samvinnu við hugbúnaðarhús og helstu hagsmunaaðila rafrænna viðskipta. Nánari upplýsingar um viðskiptamiðju Símans er að finna á siminn.is/viðskiptamiðja.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×