Endurgreiða gjöld og veita afslátt vegna stöðugleika í rekstri 13. apríl 2006 19:00 Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hyggst greiða til baka hluta af gjöldum bæjarbúa til sveitarfélagsins á þessu ári og veita afslátt af dagvistargjöldum út árið. Bæjarstjóri segir þetta gert vegna stöðugleika sem náðst hafi í rekstri sveitarfélagsins. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í gær að endurgreiða íbúum fimmtán prósent af fasteignagjöldum þessa árs. Þá var einnig ákveðið að veita 20 prósenta afslátt af dagvistargjöldum frá 1. maí ásamt því að hækka um sömu prósentu niðurgreiðslur til foreldra sem eru með börn hjá dagforeldrum. Þetta er gert vegna þess hve miklum rekstrarafgangi bæjarsjóður skilaði í fyrra. Hann nam um 151 milljón en það er 88 milljónum króna meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir ákvörðunin hafa átt sér nokkurn aðdraganda en nú sé að nást ákveðið jafnvægi í rekstri bæjarins. Bæjarstjórnin hafi velt þessu fyrir sér eftir ársreikninginn 2004 en þá hafi verið ákveðið að bíða og sjá hvort stöðugleiki næðist áfram. Hann sé væntanlega kominn til að vera og því sé eðlilegt að bæjarbúar njóti þess árangurs sem náðst hafi í rekstrarniðurstöðu bæjarfélagsins. Lítum á dæmi af fjögurra manna fjölskyldu með tvö ung börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla, sem greiðir um hundrað þúsund krónur í fasteignagjöld. Breytingarnar þýða að hún greiðir um 67 þúsund krónum minna til bæjarfélagsins en upphaflega var áætlað á árinu. Ragnheiður segir endurgreiðsluna á fasteignagjöldum og dagvistunarafsláttinn kosta bæinn um 63 milljónir króna fram til áramóta. Aðspurð hvort ekki sé um að ræða kosningabragð hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem stutt sé í kosningar segir Ragnheiður að ársreikningurinn sé afgreiddur á þessum tíma árs og það vilji svo til að það séu kosningar í vor. Fólk verði bara að velta því fyrir sér. Hún vilji skoða þetta í ljósi ársreikningsins sem liggi fyrir og hún vilji óska Mosfellingum til hamingju með þann glaðning sem þeir eigi í vændum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Sjá meira
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hyggst greiða til baka hluta af gjöldum bæjarbúa til sveitarfélagsins á þessu ári og veita afslátt af dagvistargjöldum út árið. Bæjarstjóri segir þetta gert vegna stöðugleika sem náðst hafi í rekstri sveitarfélagsins. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í gær að endurgreiða íbúum fimmtán prósent af fasteignagjöldum þessa árs. Þá var einnig ákveðið að veita 20 prósenta afslátt af dagvistargjöldum frá 1. maí ásamt því að hækka um sömu prósentu niðurgreiðslur til foreldra sem eru með börn hjá dagforeldrum. Þetta er gert vegna þess hve miklum rekstrarafgangi bæjarsjóður skilaði í fyrra. Hann nam um 151 milljón en það er 88 milljónum króna meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir ákvörðunin hafa átt sér nokkurn aðdraganda en nú sé að nást ákveðið jafnvægi í rekstri bæjarins. Bæjarstjórnin hafi velt þessu fyrir sér eftir ársreikninginn 2004 en þá hafi verið ákveðið að bíða og sjá hvort stöðugleiki næðist áfram. Hann sé væntanlega kominn til að vera og því sé eðlilegt að bæjarbúar njóti þess árangurs sem náðst hafi í rekstrarniðurstöðu bæjarfélagsins. Lítum á dæmi af fjögurra manna fjölskyldu með tvö ung börn, annað hjá dagforeldri og hitt á leikskóla, sem greiðir um hundrað þúsund krónur í fasteignagjöld. Breytingarnar þýða að hún greiðir um 67 þúsund krónum minna til bæjarfélagsins en upphaflega var áætlað á árinu. Ragnheiður segir endurgreiðsluna á fasteignagjöldum og dagvistunarafsláttinn kosta bæinn um 63 milljónir króna fram til áramóta. Aðspurð hvort ekki sé um að ræða kosningabragð hjá Sjálfstæðisflokknum þar sem stutt sé í kosningar segir Ragnheiður að ársreikningurinn sé afgreiddur á þessum tíma árs og það vilji svo til að það séu kosningar í vor. Fólk verði bara að velta því fyrir sér. Hún vilji skoða þetta í ljósi ársreikningsins sem liggi fyrir og hún vilji óska Mosfellingum til hamingju með þann glaðning sem þeir eigi í vændum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Sjá meira