Hugmyndir um flutning Árbæjarsafns vanhugsaðar 9. maí 2006 16:10 MYND/Heiða Hugmyndir stjórnmálamanna um flutning hluta af Árbæjarsafns út í Viðey eru vanhugsaðar að mati starfsfólks safnsins. Það segir núverandi staðsetningu ekki hamla starfinu og vill byggja frekar upp í Árbænum og gerða Elliðaárdalinn í nágrenninu að safnadal. Borgarráð fól á dögunum borgarstjóra að kanna kosti og galla þess að flytja stóran hluta Árbæjarsafns út í Viðey með það að markmiði að auka aðsókn í Viðey. Jafnframt er hugmyndin að reisa íbúðir á hluta núverandi svæðis Árbæjarsafns. Starfsmenn safnsins andæfa þessum hugmyndum og segja málið ekki hugsað með hagsmuni safnsins að leiðarljósi. Ljóst sé að þjónusta við almenning versni ef hugmyndirnar verði að veruleika. Gerður Róbertsdóttir, deildarstjóri varðveislu á Árbæjarsafninu, bendir á að þúsundir skólabarna heimsæki safnið árlega og það geti verið vandkvæðum bundið að flytja þá út í eyna á veturna. Menn þekki af reynslunni að ekki sé alltaf auðvelt að komast út í ey. Stjórn Félags íslenskra safna og safnmanna tekur undir áhyggjur starfólks Árbæjarsafns og segir faglega hagsmuni safnsins ekki hafða að leiðarljósi. Gerður bendir enn fremur á að starf minjasafnsins snúist ekki um húsin ein og sér heldur einnig rannsóknir á fornminjum og sögu Reykjavíkur. Hugmyndin sé því vanhugsuð. Gerður segir enn fremur að flutningurinn sé vandasamur því burðarvirki húsanna sé viðkvæmt og bendir á að Lækjargötuhúsið á safninu hafi hrunið við síðustu flutninga og hún spyr hvað gerist þegar húsið fari út á sjó. Gerður segir að þvert á það sem haldið sé fram hamli staðsetningin ekki starfinu en árlega koma um 40 þúsund manns á Árbæjarsafnið. Hún segir enn fremur að starfsfólkið vilji þétta byggðina á safninu og tengja það betur Elliðaárdalnum þannig að fólk geti komið við á safninu í sunnudagsgöngunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Hugmyndir stjórnmálamanna um flutning hluta af Árbæjarsafns út í Viðey eru vanhugsaðar að mati starfsfólks safnsins. Það segir núverandi staðsetningu ekki hamla starfinu og vill byggja frekar upp í Árbænum og gerða Elliðaárdalinn í nágrenninu að safnadal. Borgarráð fól á dögunum borgarstjóra að kanna kosti og galla þess að flytja stóran hluta Árbæjarsafns út í Viðey með það að markmiði að auka aðsókn í Viðey. Jafnframt er hugmyndin að reisa íbúðir á hluta núverandi svæðis Árbæjarsafns. Starfsmenn safnsins andæfa þessum hugmyndum og segja málið ekki hugsað með hagsmuni safnsins að leiðarljósi. Ljóst sé að þjónusta við almenning versni ef hugmyndirnar verði að veruleika. Gerður Róbertsdóttir, deildarstjóri varðveislu á Árbæjarsafninu, bendir á að þúsundir skólabarna heimsæki safnið árlega og það geti verið vandkvæðum bundið að flytja þá út í eyna á veturna. Menn þekki af reynslunni að ekki sé alltaf auðvelt að komast út í ey. Stjórn Félags íslenskra safna og safnmanna tekur undir áhyggjur starfólks Árbæjarsafns og segir faglega hagsmuni safnsins ekki hafða að leiðarljósi. Gerður bendir enn fremur á að starf minjasafnsins snúist ekki um húsin ein og sér heldur einnig rannsóknir á fornminjum og sögu Reykjavíkur. Hugmyndin sé því vanhugsuð. Gerður segir enn fremur að flutningurinn sé vandasamur því burðarvirki húsanna sé viðkvæmt og bendir á að Lækjargötuhúsið á safninu hafi hrunið við síðustu flutninga og hún spyr hvað gerist þegar húsið fari út á sjó. Gerður segir að þvert á það sem haldið sé fram hamli staðsetningin ekki starfinu en árlega koma um 40 þúsund manns á Árbæjarsafnið. Hún segir enn fremur að starfsfólkið vilji þétta byggðina á safninu og tengja það betur Elliðaárdalnum þannig að fólk geti komið við á safninu í sunnudagsgöngunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira