Efasemdir um ágæti vaxtahækkana 18. maí 2006 12:30 Framkvæmdastjóri SA efast um gildi vaxtahækkana. MYND/GVA Vaxandi efasemda er farið að gæta um að stýrivaxtahækkanir þjóni lengur tilgangi sínum, og að úr þessu geti þær jafnvel farið að hafa neikvæð áhrif. Þannig lýstu Samtök atvinnulífsins formlega yfir áhyggjum sínum af vaxtaþróuninni í bréfi, sem þau rituðu Seðlabankanum í fyrradag, en náðu greinilega ekki eyrum bankastjóranna sem tilkynntu vaxtahækkun í dag. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ólíklegt að vaxtahækkun hafi áhrif og bendir á að gengi krónunnar hafi þegar fallið þrátt fyrir háa vexti. Ennfremur er búist við samdrátti á næsta ári. "Þess vegna segjum við að vaxtahækkun þegar séð er fram á samdrátt í efnahagslífinu er ekki viðeigandi." Nokkurn tíma tekur áður en áhrifa stýrivaxtahækkana er að gæta í hagkerfinu, en áhrif fyrri hækkana bankans eru nú þegar farin að koma fram. Einkaneysla er farin að dragast talsvert saman eins og sést af mun minni greiðslukortanotkun í síðasta mánuði en í marga mánuði þar á undan. Væntingavísitala Gallups sýnir líka að fólk býr sig undir samdrátt, samdráttar er þegar farið að gæta á húsnæðismarkaði, eins og Vilhjálmur gat um og talsvert er farið að draga úr kaupum á svonefndum varanlegum neysluvörum eins og bílum og heimilistækjum. Þó má telja að áhrif af síðustu stýrivaxtahækkun séu ekki komin fram til fulls, hvað þá af hækkuninni núna. Þrátt fyrir þetta telja greiningardeildir bankanna almennt að fekari hækkun verði í sumar, en sérfræðingar KB banka telja að hækkun upp í allt að 16 prósent, eins og talaðð hefur verið um, geti hinsvegar skapað hættu á brotlendingu í efnahagskerfinu.- Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Vaxandi efasemda er farið að gæta um að stýrivaxtahækkanir þjóni lengur tilgangi sínum, og að úr þessu geti þær jafnvel farið að hafa neikvæð áhrif. Þannig lýstu Samtök atvinnulífsins formlega yfir áhyggjum sínum af vaxtaþróuninni í bréfi, sem þau rituðu Seðlabankanum í fyrradag, en náðu greinilega ekki eyrum bankastjóranna sem tilkynntu vaxtahækkun í dag. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ólíklegt að vaxtahækkun hafi áhrif og bendir á að gengi krónunnar hafi þegar fallið þrátt fyrir háa vexti. Ennfremur er búist við samdrátti á næsta ári. "Þess vegna segjum við að vaxtahækkun þegar séð er fram á samdrátt í efnahagslífinu er ekki viðeigandi." Nokkurn tíma tekur áður en áhrifa stýrivaxtahækkana er að gæta í hagkerfinu, en áhrif fyrri hækkana bankans eru nú þegar farin að koma fram. Einkaneysla er farin að dragast talsvert saman eins og sést af mun minni greiðslukortanotkun í síðasta mánuði en í marga mánuði þar á undan. Væntingavísitala Gallups sýnir líka að fólk býr sig undir samdrátt, samdráttar er þegar farið að gæta á húsnæðismarkaði, eins og Vilhjálmur gat um og talsvert er farið að draga úr kaupum á svonefndum varanlegum neysluvörum eins og bílum og heimilistækjum. Þó má telja að áhrif af síðustu stýrivaxtahækkun séu ekki komin fram til fulls, hvað þá af hækkuninni núna. Þrátt fyrir þetta telja greiningardeildir bankanna almennt að fekari hækkun verði í sumar, en sérfræðingar KB banka telja að hækkun upp í allt að 16 prósent, eins og talaðð hefur verið um, geti hinsvegar skapað hættu á brotlendingu í efnahagskerfinu.-
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira