Menning

Pétur Jóhann á leikhúsfjalirnar

Pétur Jóhann.
Pétur Jóhann.

„Ég tel mig vita svör við spurningum sem menn hafa spurt sig um aldir: Hver erum við, hvað erum við að gera hér og hvert liggur leið," segir Pétur Jóhann Sigfússon skemmtikraftur með meiru.

Til stendur að setja upp einleikinn Sannleikurinn eftir Pétur og Sigurjón Kjartansson í leikstjórn Stefáns Jónssonar á sviði Borgarleikhússins á komandi leikári. Pétur mun standa einn á sviðinu og flytja verkið en þetta er frumraun hans í leikhúsi þótt hann hafi leikið bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Nafn verksins segir sitt um verkið, þar verður sannleikurinn undir, þó um sé að ræða öðrum þræði uppistand brotið upp með frumsömdum söngatriðum Péturs.- jbg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×