Innlent

Kosið verði til stjórnlagaþings og sveitastjórna á sama tíma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga, óttast að kosningar til stjórnlagaþings skyggi á sveitastjórnarkosningarnar. Mynd/ Stefán.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitafélaga, óttast að kosningar til stjórnlagaþings skyggi á sveitastjórnarkosningarnar. Mynd/ Stefán.
Gert er ráð fyrir að kosningar til stjórnlagaþings fari fram samhliða sveitastjórnarkosningum 2010. Þingið starfi frá 17 júní 2010 til 17 júní 2011.

Þetta er samkvæmt tillögum í nefndaráliti sérnefndar um stjórnarskrármál sem liggur fyrir Alþingi. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði og formaður Sambands íslenskra sveitafélaga segir að hugmyndin hafi ekki verið rædd við sig. Hann segir að hugmyndin sé praktísk að því leyti til að þá þurfi ekki að halda sérkosningar fyrir stjórnlagaþingið.

„En ég myndi óttast að það myndi skyggja svolítið á sveitastjórnarkosningarnar. Það væri sem sagt verið að velta fyrir sér baráttumálum í hverju sveitarfélagi um leið og verið væri að kjósa til stjórnlagaþings," segir Halldór. Þetta segir hann að sé mjög varhugavert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×