Innlent

Við höfum reynsluna

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði Sjálfstæðisflokkinn bera mikla ábyrgð með innleiðingu frjálshyggju sem þróast hafi í taumlausa græðgisvæðingu og gróðadýrkun, ofurlaun, bruðl og siðleysi.

„Hátt í átján ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins lauk í rústum banka- og efnahags­hruns og samfélagið var á barmi upplausnar. Það er því dálítið dapurlegt að sjá nýkjörinn formann Sjálfstæðis­flokksins koma svo hér og draga upp gamaldags hræðsluáróður.

Formaður Sjálfstæðisflokksins reynir að hræða fólk frá því að kjósa aðra í staðinn fyrir að reyna að sannfæra það um að kjósa sig. Nei, ætli það sé nú ekki frekar, í ljósi reynslunnar, Sjálfstæðisflokkurinn sem þjóðin hafi ástæðu til að óttast. Sjálfstæðisflokkurinn ber óumdeilanlega meiri ábyrgð á því en nokkur annar íslenskur stjórnmálaflokkur hvernig komið er."

Steingrímur sagði bæði sig og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hafa fyrri reynslu af tiltekt eftir valdatíma Sjálfstæðisflokksins. „Við höfum reynsluna, við vitum hvað til þarf."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×