Innlent

Listaverk á útskriftarsýningu brjóta kosningalög

Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur gert athugasemdir við listaverk á útskriftarsýningu Listaháskólans og segja þau brjóta kosningalög.

Á meðal þeirra staða þar sem kosið verður á morgun eru Kjarvalsstaðir. Það vill hins vegar til að þar stendur nú yfir útskriftarsýning Listaháskóla Íslands. Nýlega röltu fulltrúar kjörstjórnar um sýninguna til að til að kanna hvort einhver verkanna sem til sýnis eru brjóti í bága við lög sem banna áróður á kjörstað.

Öll verkin sluppu nema tvö. Kjörstjórnin gerði athugasemdir við verk sem fjallar á gagnrýninn hátt um hvalveiðar. Svo þóttu ákveðin málverk of viðkvæm til að þau gætu verið til sýnis á kjörstað.

Listamönnum hefur verið gert að fjarlægja eða fela verkin fyrir kjördag. En það er ekki er alveg víst að allir verði við þeirri beiðni

„Ég er ekki viss því þetta er mikilvæg spurning. Ég hef náttúrlega rétt til að tjá mig líka. Ég er að útskrifast úr skólanum og það er leiðinlegt fyrir mig að þurfa að loka," segir Emil Magnúsarson listamaður.

En þó að listaverkin á Kjarvalsstöðum séu álitinn áróður á kjörstað hefur kjörstjónin ekki enn gert athugasemdir við umferðarskilti með bókstafnum p. Þeir allra hörðustu gætu líklega túlkað það sem auglýsingaskilti fyrir P-lista Ástþórs Magnússonar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×