Innlent

FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu.

„Óvíst er til hvaða talna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er að vísa. Að teknu tilliti til bráðbirgðatalna í nóvember og þeirra sem nú liggja fyrir virðast þessar staðhæfingar ekki standast," segir í svari Fjármálaeftirlitsins.

Fréttastofu spurði jafnframt hvort búið væri að kynna efni skýrslunnar fyrir einhverjum ráðherrum. Samningsaðilum hefur einum verið veittur aðgangur að skýrslum fyrir hvern banka, samkvæmt svari Fjármálaeftirlitsins. „Samningsaðilarnir eru skilanefndir gömlu bankanna annars vegar og aðalsamningamaður fjármálaráðuneytis og nýju bankarnir hins vegar ásamt erlendum ráðgjöfum þessara aðila."

Að teknu tilliti til bráðbirgðatalna í nóvember og þeirra sem nú liggja fyrir virðast staðhæfingar ekki standast.


Tengdar fréttir

Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni,

Sigmundur telur allsherjarhrun framundan

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×