Innlent

Átta atkvæði á milli Einars og Ásbjörns

Ásbjörn Óttarsson hefur veitt Einar gríðarlega harða keppni í prófkjörinu.
Ásbjörn Óttarsson hefur veitt Einar gríðarlega harða keppni í prófkjörinu.

Einar K. Guðfinnsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra vermir fyrsta sætið í hörðum prófkjörsslag í Norðvesturkjördæmi en meirihluti atkvæð hefur verið talinn, eða alls 2400 atkvæði.

Það eru ekki nema átta atkvæði sem skilja Einar og Ásbjörn Óttarsson að samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Mikil spenna hefur ríkt vegna prófkjörsins en alls kusu 2700 manns af þem fjögur þúsund sem voru á kjörskrá.

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir komst óvænt í þriðja sætið þegar talning var langt kominn.

Röð frambjóðanda skiptist svona:

1. Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður, Bolungarvík.

2. Ásbjörn Óttarsson, Snæfellsbæ.

3. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir

4 Birna Lárusdóttir, Ísafirði.

5. Bergþór Ólason, Akranesi.

6. Sigurður Örn Ágústsson

Talning stendur hinsvegar enn yfir.


Tengdar fréttir

Gríðarlega mjótt á munum i prófkjöri NV-kjördæmi

Mikil spenna ríkir á talningarstað á Hótel Borgarnesi þar sem talið er í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í NV kjördæmi. Samkvæmt Skessuhorni.is er búið að telja 2400 af 2700-2800 atkvæðum.

Einar K Guðfinnsson efstur í prófkjöri

Talning í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV kjördæmi hófst klukkan 9 í morgun. Nú er búið að telja 800 atkvæði eða um 27prósent samkvæmt fréttavefnum skessuhorn.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×