Innlent

Sjálfstæðismenn stígi fram og afneiti nafnlausum auglýsingum

Árni Páll Árnason, þingmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn verði að stíga fram og afneita nafnlausum auglýsingum og stoppa nafnlausar vefsíður.

Eins og við sögðum frá í fréttum okkar í gær réðust nokkur ungmenni inn á kosningaskrifstofur Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Sjálfsæðisflokksins í gærdag og slettu skyri og málningu á veggi, gólf og húsbúnað.

Árni Páll Árnason, þingmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar segir leiðinlegt að svona komi upp.

„Þetta er fyrst og fremst leiðinlegt og kannski ekki mikið um þetta að segja, en maður getur ekki komist hjá því að velta fyrir sér samhenginu í kosningabaráttunni. Við erum að sjá núna öðruvísi kosningabaráttu en við höfum séð áður. Við erum að sjá nafnlausar rógsvefsíður og nafnlausar rógsauglýsingar þar sem er verið að gera Samfylkingunni upp skoðanir og svo tyggja frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins þetta upp hver eftir öðrum. Mér finnst það líka vera orðin spurning um það að Sjálfstæðisflokkurinn stígi núna fram og afneiti þessum nafnlausu auglýsingum og stoppi þessar nafnlausu vefsíður, stoppi nafnlausar auglýsingabirtingar," segir Árni Páll.

Þingmaðurinn segir mikilvægt að kosningabaráttan byggi á málefnum. „Þannig að menn geti haft kosningaskrifstofur opnar og tekist á í greinum og auglýsingum, en við verðum að vita hverjir það eru sem standa að málflutningnum og fella grímurnar."


Tengdar fréttir

Nýjar og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni

„Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×