Innlent

Framsóknarmenn halda prófkjör í Kraganum 7. mars

Siv Friðleifsdóttir er eini þingmaður Framsóknarflokksins í Kraganum. Hún sækist eftir endurkjöri sem oddiviti flokksins í kjördæminu
Siv Friðleifsdóttir er eini þingmaður Framsóknarflokksins í Kraganum. Hún sækist eftir endurkjöri sem oddiviti flokksins í kjördæminu
Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í dag var ákveðið að halda prófkjör þann 7. mars þar sem kosið verður í fimm efstu sætin á lista framsóknarmanna í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn fékk einn mann kjörin í kosningunum vorið 2007.

Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum fullgildum flokksmönnum í Framsóknarflokknum 2. mars sem eiga munu kosningarétt í Suðvesturkjördæmi í væntanlegum þingiskosningum. Niðurstaðan verður bindandi fyrir fimm efstu sæti framboðslistans, þó að teknu tilliti til ákvæða um jafnrétti kynjanna.

Til að tryggja jafnræði kynjanna á framboðslistanum skal tryggt að í efstu þremur sætunum séu að lágmarki einn af öðru kyninu og að í efstu fimm sætunum séu að lágmarki tveir af öðru kyninu.


Tengdar fréttir

Frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi valdir með póstkosningu

Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið er í dag að Reykjum í Hrútafirði var samþykkt tillaga þess efnis að val í fjögur efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninga til Alþingis í vork skyldi fara fram með póstkosningu allra félagsmanna í kjördæminu.

Valgerður hættir í stjórnmálum

Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni.

Framsóknarmenn funda um framboðsmál

Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×