Innlent

Sjálfstæðismenn hóta FL Group kæranda

„Sjálfstæðismenn eru byrjaðir á því að hringja í mig og ausa mig skömmum," segir Finnbogi Vikar sem kærði styrk FL Group til Sjálfstæðisflokksins en kæruna afhenti hann starfsmanni Ríkislögreglustjóra í dag. Fyrir vikið hefur Finnbogi fengið nafnlaus símtöl þar sem einstaklingar vilja draga úr honum og hvetja hann til þess að kæra ekki málið.

„Ég tek þessu nokkuð rólega og kem því bara til þeirra sem málið varðar að mér verður ekki haggað í þessu máli," segir Finnbogi sem þykir styrkur FL Group upp á 30 milljónir hinn dularfyllsti. Sjálfur vill hann svör.

En Finnbogi segir að ekki sé allt með illu enda hafi fjölmargir Sjálfstæðismenn hringt í hann í dag og hrósað honum fyrir áræðnina að kæra málið til Ríkislögreglustjóra.

Þess má geta að Finnbogi Vikar var frambjóðandi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Hveragerði í sveitastjórnarkosningunum 2006.




Tengdar fréttir

Hluthafi FL Group kærir risastyrk

„Á þessum tíma var ég hluthafi og og langar að fá svör," segir lögfræðineminn Finnbogi Vikar sem hefur óskað eftir lögreglurannsókn á risastyrk FL Group upp á þrjátíu milljónir til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×