Innlent

Útvarpsstöð Ástþórs í loftið

Ástþór Magnússon
Ástþór Magnússon

Ástþór Magnússon og félagar í Lýðræðishreyfingunni hófu útsendingar Lýðvarpsins klukkan 07:00 í morgun. Í tilkynningu frá hreyfingunni segir að í hádeginu verði Fréttavaktin send út þar sem hlustað verður á fréttir ríkisútvarpsins með hlustendum.

„Strax eftir fréttir RÚV skoðum við með hlustendum hvað ritskoðun ríkisfjölmiðlanna sniðgekk í fréttunum."

Einnig verður haldin blaðamannafundur í dag þar sem fjölmiðlum verður kynnt símtöl við stjórnarmenn Útvarpsréttarnefndar og kæra Lýðræðishreyfingarinnar til nefndarinnar þar sem krafist er að Ríkisútvarpið verði svipt útvarpsleyfi fyrir ítrekuð og gróf brot á lýðræðislegum jafnaðarreglum.

Vefsíðan er frettavakt.is og útvarp Lýðvarpsins á FM100.5






Fleiri fréttir

Sjá meira


×