Innlent

Bryndís vill sæti Ármanns

Bryndís Haralds.
Bryndís Haralds.
Bryndís Haraldsdóttir hefur farið fram á það við kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi að hún verði flutt upp í sjöunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í vor þar sem Ármann Kr. Ólafsson hefur ákveðið að taka ekki sæti á listanum. Að öðrum kosti hyggst hún ekki taka sæti á listanum.

Yfirlýsing Bryndísar:

„Ég hef tilkynnt kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi að ég sækist eftir sjöunda sæti á lista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Er það gert í ljósi þeirra tíðinda að Ármann Kr. Ólafsson hyggst ekki þiggja það sæti.

Sjálf hafnaði ég í áttunda sæti og geri kröfu um að vera færð upp í það sjöunda en aðeins munaði 125 atkvæðum á mér og Ármanni Kr. Ólafssyni í það sæti. Um 500 atkvæðum munaði á milli mín og frambjóðanda sem hafnaði í níunda sæti listans.

Alls greiddu 5609 manns atkvæði í prófkjörinu og fékk ég 3161 atkvæði í 1.-7. sæti.

Ég vil jafnframt nota tækifærið og þakka þeim sem aðstoðuðu mig í kosningabaráttunni sem og stuðningsmönnum mínum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×