Innlent

Frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi valdir með póstkosningu

Friðrik, Guðmundur og Gunnar Bragi.
Friðrik, Guðmundur og Gunnar Bragi.
Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið er í dag að Reykjum í Hrútafirði var samþykkt tillaga þess efnis að val í fjögur efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninga til Alþingis í vork skyldi fara fram með póstkosningu allra félagsmanna í kjördæminu.

Þrír sækjast eftir fyrsta sætinu á framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu nú þegar Magnús Stefánsson hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í alþjóðasamskiptum og formaður Framsóknarfélagsins á Akranesi, Gunnar Bragi Sveinsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði og Guðmundur Steingrímsson rithöfundur.

Atkvæðaseðlar verða sendir út þann 3. mars en talning fara fram föstudaginn 13. mars. Skipan í önnur sæti á listann verður ákveðin á kjördæmisþingi sem boðað verður til í framhaldinu.


Tengdar fréttir

Framsóknarmenn funda um framboðsmál

Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×