Innlent

Sagði Sigmund grínista ársins

Ástþór Magnússon og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Ástþór Magnússon og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Ástþór Magnússon frá Lýðræðishreyfingunni sagði að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ætti að fá verðlaun fyrir að vera grínisti ársins. Þessi orð lét Ástþór falla eftir að Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn allataf hafa verið á móti stríði. Rætt var um aðkomu Íslands að stríðsrekstri á Borgarafundi í beinni útsendingu á Rúv.

Sigmundur sagði að það hefði framsóknarmönnum alltaf verið sérstaklega í mun að Íslandi héldi stöðu sinni. Hann sagði ísland aldrei hafa átt að vera þáttakndi í stríði, það sé algjör grundvallarregla.

Ástþór sagði Sigmund vera grínista ársins og átti þar væntanlega við aðkomu Halldórs Ásgrímssonar fyrrum formanns flokksins að Íraksstríðinu.

Ástþór sagðist vera svo mikið á móti stríði að hann hafi næstum verið settur í fangelsi eftir að hafa mótmælt því. Talaði hann þá um tölvupósta sem hann sendi um að flugvélar Icelandair væru að flytja hergögn vegna stríðsins í Írak. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefðu samþykkt að gera það á Nato fundi.

„Þá var sagt við mig að ef ég myndi ekki draga þessar fullyrðingar mínar til baka í yfirheyslu þá væri ég að horfa upp á 16 ára fangelsi. Þá sagði ég að ég færi þá bara í fangelsi, því svo mikil væri sannfæring mín. Ísland á aldrei að fara í stríð eða taka þátt í stríðsrekstri."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×