Innlent

1700 skráðir á landsfund Samfylkingarinnar

Frá landsfundi Samfylkingarinnar vorið 2007.
Frá landsfundi Samfylkingarinnar vorið 2007.
Um 1700 manns hafa skráð sig til þátttöku á landsfund Samfylkingarinnar sem fer fram um helgina í Smáranum, Kópavogi. Á fundinum verður kjörin ný forysta en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður flokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður, sækjast ekki eftir endurkjöri.

Á landsfundinum verður öflug málefnavinna og stefna Samfylkingarinnar fyrir komandi þingkosningar mótuð og samþykkt, að sögn Hólmfríðar Garðarsdóttur formanns landsfundarnefndar flokksins.

Kosning formanns og varaformanns fer fram á laugardaginn. Enn sem komið er hefur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, ein lýst yfir framboði til formanns. Til varaformanns hafa tveir tilkynnt framboð en það þeir Árni Páll Árnason, alþingismaður, og Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi í Reykjavík.

Yfirskrift fundarins er Vinna og velferð. Fundurinn hefst með setningarræðu Ingibjargar klukkan 16 á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×