Innlent

Eignaumsýslufélag gæti skaðað íslenskt atvinnulíf

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkið stofni eignaumsýslufélag. Mynd/ GVA.
Leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkið stofni eignaumsýslufélag. Mynd/ GVA.
Stofnun sérstaks eignaumsýslufélags á vegum ríkisins gæti skaðað íslenskt atvinnulíf að mati aðila vinnumarkaðarins. Samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra er félaginu ætlað að kaupa og endurskipuleggja þjóðhagslega mikilvæg fyriræki sem bankarnir hafa tekið yfir vegna greiðsluerfiðleika. Sjálfstæðismenn óttast að þetta bjóði upp á spillingu.

Frumvarp fjármálaráðherra byggir á starfsáætlun samráðsnefndar um endurreisn fjármálakerfisisns. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkið stofni sérstakt eignaumsýslufélag. Félagið mun hafa það hlutverk að kaupa og endurskipuleggja þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki sem bankarnir hafa tekið yfir vegna greiðsluerfiðleika. Ríkissjóður mun leggja félaginu til 20 milljarða króna en gert er ráð fyrir að fyrirtækin verði seld að lokinni endurskipulagningu.

Í nefndaráliti fulltrúa sjálfstæðismanna í efnhags- og skattanefnd alþingis er lýst yfir miklum efasemdum með frumvarpið. Vísað er meðal annars í sameiginlega umsagnir aðila vinnumarkaðarins. Þar er frumvarpið talið bjóða þeirra hættu heim að ákvarðanir í starfsemi eignaumsýslufélagsins verði ekki teknar á faglegum grunni. Ekki liggi fyrir hver og hvernig eigi ákveða hvaða fyrirtæki séu þjóðhagslega mikilvæg. Þetta bjóði upp á spillingu þar sem örfáir einstaklingar fái að ráða hvaða fyrirtæki lifa og hver deyja.

Önnur umræða um frumvarp fjármálaráðherra fer fram á Alþingi á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×