Innlent

700 fleiri konur á kjörskránni

Á kjörskrá vegna alþingiskosninganna í apríl eru 227.896 kjósendur, þar af eru konur 114.295 en karlar 113.601. Konur eru því 694 eða 0,6 prósentum fleiri en karlar, að því er fram kemur í tölum frá Hagstofunni. Í kosningunum 2007 voru 221.330 á kjörskrá. Fjölgunin nemur 3,0 prósentum.

Kjósendur með lögheimili erlendis eru 9.924 og hefur þeim fjölgað um 1.131 frá síðustu alþingiskosningum eða um 12,9 prósent. Þeir sem vegna aldurs fá nú að kjósa í fyrsta sinn til Alþingis eru 9.398 eða 4,1 prósent af kjósendatölunni.- kg










Fleiri fréttir

Sjá meira


×