Innlent

Borgarafundur um menntamál

Mikill fjöldi mætti á Borgarafundi sem haldnir voru í Háskóalbíó í kjölfar bankahrunsins.
Mikill fjöldi mætti á Borgarafundi sem haldnir voru í Háskóalbíó í kjölfar bankahrunsins.
Fimmtudaginn, 16. apríl, næstkomandi mun fjöldi hagsmunasamtaka námsmanna á Íslandi standa fyrir borgarafundi um menntamál. Tilgangurinn er að veita íslenskum námsmönnum og starfsfólki innan menntakerfisins tækifæri á að kynna sér áherslur flokkanna og taka afstöðu fyrir komandi alþingiskosningar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stúdentaráði Háskóla Íslands.

Þá segir að ljóst sé að mikið mæði á menntasamfélaginu að vita hvernig stjórnmálaflokkar landsins hyggist koma til móts við það á þessum átakatímum.

Í upphafi fundar munu fjórir fulltrúar, þ.e. fulltrúi stúdenta, fulltrúi framhaldsskólanema, fulltrúi háskólasamfélagsins og fulltrúi atvinnulífsins flytja framsögu en að því loknu munu fulltrúar stjórnmálaflokkanna sitja fyrir svörum á pallborði. Borgarafundurinn verður haldinn í stóra sal Háskólabíós kl. 20:00 og er fundarstjóri Sigurjón M. Egilsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×