Ríkisstjórnin með öruggan meirihluta 9. apríl 2009 06:00 Samfylkingin getur unað sátt við sitt. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar talsvert samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi nú, en 29,1 prósents fylgi í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum. Munurinn er 4,3 prósent. Yrðu niðurstöður þingkosninga í samræmi við könnunina næðu sextán frambjóðendur Sjálfstæðisflokks kjöri, en flokkurinn er með 25 þingmenn í dag. Flokkurinn var með 36,6 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og mælist því langt undir kjörfylgi. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist með 28,1 prósents fylgi nú, en 25,8 prósent sögðust styðja flokkinn fyrir tveimur vikum. Kjörfylgi flokksins var 14,3 prósent. VG fengi miðað við þetta nítján þingmenn kjörna, en er með níu í dag. Samfylkingin eykur fylgi sitt lítillega, og nýtur samkvæmt könnuninni fylgis 33,3 prósenta landsmanna. Fyrir tveimur vikum mældist fylgi flokksins 31,7 prósent. Samfylkingin er talsvert yfir kjörfylgi, sem var 26,8 prósent. Flokkurinn fengi 22 þingmenn yrðu þetta niðurstöður kosninga en er með 18 í dag. Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 61,4 prósent fylgi og 41 þingmann af 63. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem myndaður var eftir síðustu kosningar var með 63,4 prósenta fylgi og 43 þingmenn. Framsóknarflokkurinn fengi 9,9 prósent atkvæða yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við könnun Fréttablaðsins. Fyrir tveimur vikum mældist fylgi flokksins 7,5 prósent. Flokkurinn er enn undir kjörfylgi, sem var 11,7 prósent. Flokkurinn næði sex mönnum á þing yrðu þetta niðurstöður kosninga, en er með sjö í dag. Aðrir flokkar myndu ekki ná manni á þing. Frjálslyndi flokkurinn dalar enn, og mælist með fylgi eins prósents landsmanna. Borgarahreyfingin fengi 1,7 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og Lýðræðishreyfingin fengi eitt prósent atkvæða. Hringt var í 800 manns þriðjudaginn 7. apríl, og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir; Hvaða lista er líklegast að þú myndir kjósa? Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir; Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 77,1 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar talsvert samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist með 24,8 prósenta fylgi nú, en 29,1 prósents fylgi í könnun sem gerð var fyrir tveimur vikum. Munurinn er 4,3 prósent. Yrðu niðurstöður þingkosninga í samræmi við könnunina næðu sextán frambjóðendur Sjálfstæðisflokks kjöri, en flokkurinn er með 25 þingmenn í dag. Flokkurinn var með 36,6 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og mælist því langt undir kjörfylgi. Vinstri græn bæta við sig fylgi milli kannana. Flokkurinn mælist með 28,1 prósents fylgi nú, en 25,8 prósent sögðust styðja flokkinn fyrir tveimur vikum. Kjörfylgi flokksins var 14,3 prósent. VG fengi miðað við þetta nítján þingmenn kjörna, en er með níu í dag. Samfylkingin eykur fylgi sitt lítillega, og nýtur samkvæmt könnuninni fylgis 33,3 prósenta landsmanna. Fyrir tveimur vikum mældist fylgi flokksins 31,7 prósent. Samfylkingin er talsvert yfir kjörfylgi, sem var 26,8 prósent. Flokkurinn fengi 22 þingmenn yrðu þetta niðurstöður kosninga en er með 18 í dag. Ríkisstjórnarflokkarnir eru samanlagt með 61,4 prósent fylgi og 41 þingmann af 63. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem myndaður var eftir síðustu kosningar var með 63,4 prósenta fylgi og 43 þingmenn. Framsóknarflokkurinn fengi 9,9 prósent atkvæða yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við könnun Fréttablaðsins. Fyrir tveimur vikum mældist fylgi flokksins 7,5 prósent. Flokkurinn er enn undir kjörfylgi, sem var 11,7 prósent. Flokkurinn næði sex mönnum á þing yrðu þetta niðurstöður kosninga, en er með sjö í dag. Aðrir flokkar myndu ekki ná manni á þing. Frjálslyndi flokkurinn dalar enn, og mælist með fylgi eins prósents landsmanna. Borgarahreyfingin fengi 1,7 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og Lýðræðishreyfingin fengi eitt prósent atkvæða. Hringt var í 800 manns þriðjudaginn 7. apríl, og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var; Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir; Hvaða lista er líklegast að þú myndir kjósa? Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir; Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 77,1 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira