Innlent

Endurtekningar sjálfstæðismanna - frumvarpið rætt í 34 klukkustundir

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að umræða um frumvarp forystumanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins til stjórnskipunarlaga hafa tekið 34 klukkustundir. Þar af hafi sjálfstæðismenn talað í 75% af þeim tíma. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á fundi með blaðamönnum í dag.

Jóhanna sagði að ræður sjálfstæðismanna einkennast endurtekningum og að greinilegt að um málþóf væri að ræða.

Meðal tillagna í frumvarpinu er að sett verði á stofn stjórnlagaþing sem endurskoði stjórnarskrána. Einnig eru lögð til ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og að þjóðareign á auðlindum verði bætt við stjórnarskrána.

Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur stýrt sérnefnd um stjórnarskrármál. Frumvarpið var afgreitt úr nefndinni um mánaðarmótin og tekið til 2. umræðu á fimmtudaginn í síðustu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×